föstudagur, ágúst 29, 2003

Shit...ég er enn að reyna að ná mér yfir ákveðinni manneskju sem tókst að eyðileggja ALLT fyrir mér í heila viku af mínu dýrmæta sumarfríi.aaaaaaahhhhhhhhh hvernig getur 28 ára maður vælt og veinað, farið í fýlu og verið með stæla eins og andskotans ofurdekrað krakkafífl Í HEILA VIKU. heila viku, en það versta er að það á eftir að taka mig meira en viku að jafna mig á þessu ofvaxna mannbarni. Nei, annars skil ég ekki af hverju ég er að láta hann fara svona mikið í taugarnar á mér og taka alla orku úr mér. Hann var svona orkuryksuga sem gaf ekkert tilbaka. Þetta var norskur túristi sem ég var að sjá um og sýna hið mikla Ísland. Allt var ómögulegt, hann gat ekki farið í sund því hann átti ekki sundskýlu og eftir að hafa keyrt hann niðrí bæ, í kringluna og í smáralindina til að finna fjandans sundskýlu handa honum og alltaf heyrðist "nei, ég vil ekki rauða", "en þessi er ekki með reim", "ég vil ekki svona merki", þá lét hann mig bíða í 40 mínútur lengur(örugglega til að vera viss um að sólin myndi hverfa) þangað til að hann var "með höfuðverk" og hann fór svo aldrei í sund. Ég var manneskjan með höfuðverk. "Pylsurnar hérna eru vondar" "oj, það er blautt úti" "þurfum við að fara aftur út" "ég er svangur" "ég sé eftir að hafa pantað þetta" " ég er ekki saddur" " þetta var vont" "mér er illt í maganum". Svo nennti hann ekki í hraðbanka og var með útlenskt kort sem virkaði ekki 2svar sinnum og ég þurfti að borga fyrir hann, "þú færð þetta bara borgað til baka þegar við komum aftur til Reykjavíkur", mannskepnan fór svo úr landi án þess að borga mér 9000kr mínar, lét kærustu sína senda mér sms kvöldið áður en ég ætlaði góðfúslega að vakna snemma og keyra þau til Keflavíkur "við tökum bara flybus svo þú þurfir ekki að vakna, bæbæ" afhverju lét hann hana bara ekki senda mér "við tökum bara flybus svo ég þurfi ekki að borga þér 9000kr". Ég sé í raun alvarlega mikið eftir þessum peningum. Ég sé í raun alvarlega mikið eftir að hafa tekið mér frí frá vinnunni í heila viku til að sýna honum Ísland. Ég sé í raun alvarlega eftir því að hafa sýnt honum Ísland. Ég er í raun alvarlega fúl.

sunnudagur, ágúst 17, 2003

Rafmagnsleysið í Bandaríkjunum hefur kennt mér margt.
Þegar rafmagnið fer af hjá okkur "nútíma" fólki þá hrynjum við niður eins og dauðar rækjur, beint á malbikið. Getum hvorki hreyft lið né lim. Notum Café Laté einnota "takeaway" bollana okkar sem höfuðstuðning og förum svo að gráta þegar gemsinn okkar verður batteríslaus og að það er EKKI HÆGT AÐ HLAÐA. Klósettin eru troðfull að hlandi og skít því vatnsdælan gengur fyrir rafmagni, öll þjófavarnakerfi eru óvirk og ekki ljósglæta þegar myrkva tekur...aaaaaaaaaaaaaaahhhhhh....aaaahhahahahahaha
Þetta er ógeðslega fyndið.
Þó að ég sitji hér með fartölvuna, að hlaða gemsann,með góða tónlist, að sjóða kartöflur, í ljósinu frá ljósaperunni minni þá væri ég meira en til í að fá almennilegt rafmagnsleysi hérna á Íslandi, í svona u.þ.b viku. Því þá myndi ég alltíeinu (þegar batteríið í fartölvunni og gemsanum er tómt) neyðast til að líta upp og tala við nágrannann, horfa í augun á fólki og bara ganga úti með kerti (og það er logn), allir verða nánir vinir, kurteis og brosa, bera virðingu, hjálpa...(bílarnir virka heldur ekki í rafmagnslausu dagdraumaveröld Ingveldar). Nei ekkert virkar nema mannskepnan sjálf, þurfum ekki einusinni að pæla í öðru....í eina viku...

miðvikudagur, ágúst 13, 2003

hafið þið lent í að sumir dagar eru furðulegri en aðrir dagar? Já, bara áberandi öðruvísi, þrátt fyrir að það sé venjulegur dagur í venjulegri viku?

það er þannig dagur hjá mér í dag

þriðjudagur, ágúst 12, 2003

þið haldið að kona hafi tíma til að skrifa í bloggið sitt þegar hún er hvorki í vinnu né skóla. En satt að segja hef ég aldrei haft jafn LÍTINN tíma til að gera eitthvað. Því minna sem ég hef að gera því minna geri ég...
Því minni $ sem ég á því minni $ eyði ég.

ooooohhh ég svo upptekin við að gera ekki neitt.

föstudagur, ágúst 08, 2003

Eeeeeeeeeeer kooomiiiin aaaaaftuuuuur, og i thetta skipti er komin til Islands the country of the rokrassgat.
Mmmmm thessi sumarferd mi­n til Noregs var hrein og bein naudsyn, eg maeli med thessu. Snilldleikinn var einfaldlega sa ad eg gerdi EKKI NEITT. I tvo manudi svaf eg eins og mer syndist, horfdi ekkert a sjonvarp, las ekki dagblod, fylgdist ekki med heiminum, kynntist engum, taladi ekki vid neinn nema af illri naudsyn, drakk ekkert -OH og viti menn og konur........mer lidur ekki eins og eg hafi misst af einhverju.
Ja li­fid kemur a ovart... og eg er farin ad hljoma einsog lifsreynd hornkerling med heklunal.
On behalf of Ingveldair we hope you had a comfortable flight and continue to have a nice day.