mánudagur, janúar 30, 2006

?

Hvort myndi þið, lesendur góðir, frekar vilja vera :

A: Óhamingjusamlega hamingjusöm?

eða

B: Hamingjusamlega óhamingjusöm?


ekkert annað svar kemur til greina.

sunnudagur, janúar 22, 2006

London Nodnol


Meeeen hvað ég hef ekki verið dugleg að tjá mig á internetinu upp á síðkastið!
Ég hef bara verið afskaplega löt almennt!
Hef bókstaflega ekki gert neitt NÉ hitt neinn!
Nei ég segi nú bara svona, ég fór til London með foreldrum mínum. Það var æðislegt. Rosalega er London fínn staður, ég ætla að flytja þangað einn góðan veðurdag. Ég náði reyndar að gera mig að fífli með því að tala um eina afgreiðsludömu fyrir framan hana (á íslensku auðvitað) en svo komst ég að því 2 sekúndum seinna að hún var Íslensk. Nice work. Sagði reyndar ekkert hræðilegt um hana, bara að hún væri "rosalega spes"....og eitthvað aðeins meira......, hún má þá túlka það eins og hún vill....... shit.
Svo voru einkar kurteisir rónar og betlarar í London, annað en annarstaðar. Þeir voru líka með húmor, einn sagði "can you spare a creditcard?" og svo hló hann dátt.
Svo fórum við náttúrulega á söngleik, á FAME, það var geðveikt! Mæli með því!
Svo endaði mamma ferðina vel. Við vorum að missa af lestinni til Stansted og vorum að leita að sporinu sem hún færi frá. Það stóð "track 6" og ég og pabbi flýttum okkur af stað, nema mamma sem sá okkur ekki því það var svo mikið af fólki þarna og hún hrópaði "Gísli SEX, SEX, SEX, Ingveldur SEX......SEEEEX!". Tveir lögregluþjónar snéru sér við og horfðu á hana, hehehe.