þriðjudagur, nóvember 28, 2006

lohohoksihins

jæja, þá er þetta allt að koma hjá mér. Ég snýtti þessari vetrarpest út úr mér með hörku og það tókst. Ég held samt að það sem hafi bjargað mér er ferðin út úr bænum um síðustu helgi. Vá, hvað það er nauðsynlegt að gera það! Af því tilefni ætla ég aftur næstu helgi út úr borginni og það verður ljúft. Það er nefnilega yndislegt í litla sumarbústaðnum hjá mömmu og pabba uppá Þingvöllum. Þar er hvorki rafmagn né rennandi vatn. Ég þakka því, og aðeins því, heilsu minni í dag.
Kannski á ég eftir að enda sem svona einyrki, alein, útá landi, með minn sjálfsþurftarbúskap. Það er aldrei að vita.
Annars allt gott að frétta.
Until next time......

þriðjudagur, nóvember 21, 2006

vetrarharkan

jahérna, hvenær ætlar þessi pest úr mér! Fór til læknis í gær, "jájá, þetta er náttúrulega vírus þannig að það tekur eðlilega tíma að losa sig við þetta, þú svona ung og hraust, það ætti þá ekki að taka nema 10 daga".
Hver hefur 10 daga til að vera lasin?
Jæja, allavega, þetta fer allt vel á endanum.
Ég ætla að reyna að vera meira á jákvæðu nótunum hérna á þessu blessaða bloggi. Núna er t.d. bjart og fallegt úti. Ég elska þennan snjó sem ætlar að setjast að hjá okkur :) Loftið verður svo hreint og ferskt þegar það er snjór. Svo verða dýrin líka svo kát! Ég horfði á tvo hunda leika sér tímum saman, ofurkátir, gríðarlegur stærðarmunur á þeim, kaffærandi hvorn annan(þessi stóri að kaffæra þann litla), þessi litli að þykjast vera dauður svo hinn hætti og þá byrjaði eltingarleikurinn aftur. Algjör snilld.
En hvað var þetta með Edduna? Hver ákveður svona vitleysu? Hvað á það að þýða að láta Mýrina fá flestar Eddurnar? Þetta hefur bara gert það að verkum að maður tekur ekkert mark á þessum verðlaunum. Þetta var nú bara hálf vandræðalegt, því allir sem hafa séð Börn og Mýrina vita að Mýrin átti alls ekki að fá öll þessi verðlaun. En svona er þetta bara. Er þetta klíkuskapur? Getur það verið?
Jæja, núna ætla ég að æla smá.
So long!

laugardagur, nóvember 18, 2006

Paris-non-fat

Það var alveg frábært í París. Maiken vinkona mín tók vel á móti mér og sýndi mér París bæði dag og nótt, og gerði það vel :) Það var náttúrulega frábært að sjá Eiffel turninn í fyrsta skipti. Louvre safnið var gullfallegt að utan! Maturinn í París er verulega góður. Umferðin er hljóðlát og fólkið fílugjarnt (af því að það heldur að maður sé frá Bandaríkjunum) og fólkið er líka u.þ.b.10-20 kg léttara en Íslendingar. Ég sá einn MacDonald´s og það var enginn þar inni. Ég sá engann Subway eða KFC eða neitt þvíumlíkt. Svo er líka eins og frakkar séu á móti gosdrykkju, því 25cl kók kostaði á kaffihúsi 4,3 Evrur (410kall) og 50cl kók 8,6 Evrur (850kall). Maturinn kostaði hinsvegar það sama eða aðeins minna en á kaffihúsum hér á landi.
Ég fílaði þetta.
Ég er búin að fá mig fullsadda af Ak-Inn, AktuTaktu, Subway, KFC, American Style, Devitos, Dominos, MacDonald´s,sjoppuborgurum, æi öllum þessum skít. Ég meina, alvöru talað! Við erum að meðaltali að verða mjög feit þjóð. Það sést langar leiðir ef maður ferðast aðeins út fyrir eyjuna okkar. Ég fékk sjónrænt kúltúrsjokk.
Já kannski er Frakkland þekkt fyrir að fitna ekki, en ég vil ekki að Ísland verði þekkt fyrir að vera litlu Bandaríkin. Mér finnst það hræðileg tilhugsun. Og mér finnst við vera að nálgast það. Jafnvel komin þangað :(
Þetta er ofboðslega viðkvæmt umræðuefni, í raun og veru, en það verður bara að hafa það. Þegar ég var einusinni með ofboðslega mikil baugu undir augunum (veit ekki afhverju, bara tímabil í lífi mínu) að þá var fólk mjög óhrætt við að benda mér á það, allann tímann. Það er alltaf verið að benda mjög mjóu fólki á það að það sé alltof grannt, eða með slæma húð, eða ótrúlega fölur eða furðulega rödd eða..eða..eða.. En nú þarf að benda fólki á að það sé of feitt.
Það að vera með dökk baugu, ofboðslega grannur, bólótta húð eða ótrúlega fölur getur verið merki um sjúkdóma eða að maður sé að borða eða sofa vitlaust eða gera eitthvað mjög vitlaust, jafnvel með andlega vanlíðan. Og það er ekkert að því að gera margt vitlaust ef maður viðurkennir það bara og gerir eitthvað í því. Þessi fita sem er að tröllríða okkur sem þjóð er líka merki um sjúkdóma og að maður sé að lifa vitlaust, ég held að það sé mjög mikilvægt að muna það.
Æi, ég er alltaf svo reið. Þetta átti að verða "happy" pistill um "happy" ferðina til Parísar.
Ég er ekkert á móti feitu fólki, það væri kjánalegt að hugsa það, alveg eins og það er örugglega enginn "á móti" fölu fólki eða "á móti" fólki með rosalega dökk baugu.
Ég hef bara áhyggjur af þessu, þetta lítur ekki vel út ef þetta á að halda svona áfram til lengdar. Ég hef einfaldlega áhyggjur af litla landinu mínu og þjóð!!!!!!!!!!!!!!

Jæja, þetta er semsagt það sem ég fékk út úr ferðinni minni...plús margt meir...

fimmtudagur, nóvember 09, 2006

hehehe...

...týpískt...það er ekki eins og ég sé alltaf að skreppa til útlanda að skemmta mér. Nei. En þegar ég ákveð að gera það þá kemur fárviðri og nú þegar er búið að fresta öll flug á morgun...áður en þeir vita í raun hvernig veðrið verður, þannig að það verður pottþétt mjög slæmt. Ætli það verði nokkuð flogið á morgun. Þá missi ég af bátsferðinni minni niður Signu. Snökt ;(

þriðjudagur, nóvember 07, 2006

að blogga...

...minnkar mikið þegar maður er komin á myspace líka. Svo er víst einhver önnur síða sem heitir "tagged", það er einhver að reyna að koma manni í það líka. Svo er náttúrulega msn og sms og gsm og Tv og dvd. Ég er búin að fá ógeð.

Eitthvað af þessu verður að fara.

PARÍS!!
Svo er það eina að frétta að ég er flogin til Parísar á föstudaginn og ætla að vera alla helgina (mánudag líka !! :))
Það verður fjör, þangað hef ég ekki farið áður. Ég er að fara að heimsækja norsku vinkonu mína sem býr þar í einhverju flottu hverfi, hún er sjálf að reyna að slá í gegn í leiklistarheiminum, svona eins og rosalega margir aðrir...
...hvernig er það? Er svona gríðarleg eftirspurn eftir leikstjórum, leikurum, höfundum, sviðshönnuðum, ljósamönnum og búningahönnuðum?
Já og svo kannast maður líka við svo ógurlegt magn af viðskipta-,hagfræði- og tölvunarfræðingum sem allir vinna í banka. Það er mjög mikil eftirspurn eftir þeim allavega.
Þessar tvær stéttir eru að blómstra mikið í dag.

Jæja, þangað til næst.

Lína dagsins: Sofðu á því.