föstudagur, febrúar 23, 2007

The Circle of Love and Money


Þetta Baugsmál. Ekki hafa áhyggjur, ég ætla ekki að fara að tjá mig neitt um það, enda get ég það ekki. Ég hef aldrei fylgst með. Hvorki þegar þetta byrjaði og ekki núna heldur.
Hinsvegar EEELSKA ég að sjá þessar baugsfréttir uppfærast á kortersfresti á visi.is. Þetta fólk er farið að minna mig ískyggilega mikið á The Bold and The Beautiful sápuna. Hver man ekki eftir Ridge Forrester, Eric og Stephanie, Brooke, Sally Spectra, Thorne og hvað sem þetta fólk nú hét. Þau voru rík, þau voru öll með öllum, þau fóru á bak við hvort annað, þau hata hvort annað og elska og síðast en ekki síst þá voru þau hallærisleg til fara, bæði hár og föt.
Jón Ásgeir er svona Ridge Forrester, ríkur og eftirsóttur af fallegum konum þrátt fyrir að vera með ofboðslega ljótt hár og enga útgeislun. Ingibjörg kona hans og systir hennar eru báðar með þetta síða sápuóperuhár sem er alltaf slegið, svo eru þær líka fallegar, enda eru þær með eftirsóttu gaurunum. Bara vondu konurnar eru með stutt hár, gribbulegan munnsvip og um fimmtugt.....Jónína Ben....
Jóhannes er frábæt í hlutverki Erics Forrester=maðurinn sem startaði öllu fyrirtækinu.
Samt er Jón Gerald Sullenberger aðal kveikjan að þessum sápu dagdraumum mínum. Þetta nafn. Hann ætti að fá Emmy verðlaunin fyrir þetta nafn. Hann er líka með útlitið í þetta. Hann kom Baugssápunni upp á yfirborðið og sápan freyðir mikið; kvennamál og morðhótanir...það er ekki hægt að biðja um meira í þessum gráa raunveruleika.
Takk Baugur Takk!

þriðjudagur, febrúar 06, 2007

BOY/GIRL?


Hvort er þetta stelpu eða stráka bumba??????