föstudagur, september 28, 2007

Frétt á Vísi.is í dag, þetta er eitthvað svo krúttlega skrifað :)

Það óhapp varð á Óseyri á Akureyri í gærkvöldi, að maður bakkaði bíl sínum óvart á kyrrstæðan og mannlausan bíl. En við það hrökk sá í gang og hélt af stað aftur á bak út í óvissuna, þartil hann rakst á kerru og staðnæmdist.

Eigandi bílsins, sem var með lyklana af honum í vasanum, stóð álengdar og horfði á uppákomuna, án þess að hafa ráðrúm til að bregðast við. Engin skýring er á þessum dularfullu viðbrögðum bílsins, nema að hann hafi ætlað að forða sér undan frekari pústrum, en þetta er lífsreyndur 25 ára dísilbíll.

hehehe:)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home