laugardagur, júlí 26, 2003

var að koma úr vinnunni, klukkan er 3 um nóttu að staðartíma. Ansi snemma heim miðað við "eðlilegann" barþjón, nema hvað að ég er í Noregi og hér gilda allt aðrar reglur um drykkju.
Fakta: ég má einusinni ekki selja manni bjór sem lítur út fyrir að FINNA Á SÉR vegna áfengisdrykkju. Og ég fyrst þegar mér var sagt þetta, sem íslendingur sjálf, bara jájá hahaha....sure...ókei, hélt að þetta væri svona bara "regla" sem við ættum að þykjast fara eftir. Ég meina það er erfitt ad skilgreina akkúrat þetta "finna á sér" syndrom. Nei nei, svo kom að því að ósköp venjulegur maður á fertugsaldri, hress en eitthvað drukkinn(þessvegna hress), ætlaði bara að fá sér annann bjór, og mér var einfaldlega bannað að selja honum. Og hann er ekki sá eini sem ég hef þurft að neita um frekari drykkju. Fyrst var ég hissa og fannst norðmenn yfirmáta hallærislegir, fannst líka að þeir gætu ekki grætt almennilega á svona reglum. En aha gott fólk, þetta er stórsniðugt *engin drykkjulæti, bara stemming *engar drykkjubarsmíðar *ekki eyðileggingar inná staðnum *kurteisari viðskiptavinir *starfsfólkið þarf ekki að heyra svívirðingar og almenn leiðindi frá ofurölvuðu fólki *ekkert mál að biðja fólk um að fara þegar staðurinn er lokaður *ekkert kaos. Þetta rennur allt eins og smjör. Svo fyrir fólkið sem vill halda áfram að djamma til morguns þá hefur skapast hér svokallað "nachspiel" sem er partý í heimahúsi, og treystið mér;maður kemst alltaf í nachspiel hjá einhverjum, that´s the beauty of it. Já, ég held að ég sé norskari í mér en ég hef getað viðurkennt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home