þriðjudagur, maí 11, 2004

Konur öruggari ökumenn en karlar


AP
Hún er þung umferðin á Sukhumvit-götu í Bangkok á Taílandi.


Senda frétt
Leita í fréttum mbl.is
Fréttir vikunnar
Prenta frétt



Breskar konur eru mun öruggari ökumenn en karlkyns landar þeirra og jafnframt mun löghlýðnaðir í umferðinni, að því er opinberar tölur sem birtar voru í dag, leiða í ljós. Karlar eru ábyrgir fyrir um 88% (!) allra afbrota í umferðinni sem leiddu til sakfellingar fyrir dómstól á Englandi og Wales árið 2002.
Þá óku karlmenn bílum í 94% (!) tilvika þegar um dauðaslys eða líkamstjón var að ræða og voru 97% (!)þeirra ökumanna sem gerðust sekir um hættulegan akstur.

Flest brot kvenna eru er þær leggja ólöglega, bíða í bílum sínum á ólöglegum stöðum og hindra umferð. Gerendur í þessum málum eru í 23% tilvika konur.

Ingveldur: hahahahahaha sem sagt 77% af þeim sem að leggja ólöglega, bíða í bílnum sínum á ólöglegum stöðum og hindra umferð eru karlar. Þetta er eitthvað sem konum hefur alltaf verið kennt um... Hinar prósentutölurnar komu náttlega ekkert á óvart eða jú...94% og 97% er ROSALEGA hátt prósentuhlutfall þegar um svona alvarleg brot eru að ræða.
Hef ekkert meir um málið að segja!


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home