mánudagur, mars 08, 2004

Þvílík NAUÐSYN! Fór í sumarbústað um helgina, það er svo gott að komast út úr Reykjavík. Ohhh yndislegt, þögnin, kyrrðin, myrkrið og loftið. Það var líka alveg frábært veður, logn og sól en samt kallt. Helgin lengdist svo mikið, við fórum snemma á föstudaginn og komum snemma á sunnudaginn, þá var allur sunnudagurinn eftir. Hí hí giggle giggle...
Og núna er kominn mánudagur og ég að drukkna í verkefnum í skólanum. Það mætti halda að íslenska þjóðin öll hafi tekið sig til og ákveðið að fá sér nýjar tennur eða heilt tannsett. Það ganga núna nokkrir íslendingar á götum úti með tennur sem ég hef smíðað uppí þá og brosa hið breiðasta.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home