sunnudagur, maí 16, 2004

Loksins! Loksins fór ég á fyllerí, en ég hefði samt betur mátt sleppa því, ég drapst einhverntíma fyrir tólf. En áður en ég drapst náði ég að hella hálfri flösku af rauðvíni á hvíta ofurflotta pilsið mitt, reyndar hellti 40 kílóa kínverji fyrst einu glasi yfir það (já,ég hótaði að kyrkja hann) en eftir 7 mínútur vorum við bestustu vinirnir á svæðinu, ældi svo á pilsið mitt og skóna, í baðkarið og svo síðast en ekki síst í þvottabalann. Rjóminn ofan á allt saman er að ég fór svo í vinnuna morguninn eftir, svona líka bullandi hress, en það gekk nú vel, var sett í mjólkurkælinn til að kæla mig niður.
Já, það er nú gott að geta eytt ungdómi sínum í þetta, eins upplífgandi og fræðandi sem þetta er, ég er svo sannarlega reynslunni ríkari og þetta er það sem ég á eftir að rifja seinna upp sem hápunkta lífs míns.
Ég er samt svo hneyksluð, var nefnilega að horfa á Kastljósið í kvöld, ég skammast mín bara stundum að vera Íslensk því þetta var eitthvað svo TÍPÍSKT íslenskt. Kristján þarna Eitthvaðson var að taka viðtal við Jeff Koons, mjög frægann listamann, sem kom sér mjög vel fyrir, en Kristján spurði hann endalausra móðgandi spurninga, sem hljómuðu eins og "bíddu, þú ert ríkur, mooooldríkur, hvernig er það?" og "sumir segja að þú sért bara að gera eitthvað drasl, ertu að því?", maðurinn náttúrulega bara "nei....það finnst mér nú ekki..." "nú, þannig að þeim sem finnst þú bara vera að búa til eitthvað drasl, það eru þá bara þeirra einka-skoðanir?" "uuuu....já, ég vona það....". Ég meina hvað á maðurinn að svara? " Jú, ég ákvað að verða listamaður til að verða milljónamæringur, og já þetta er nú soddann drasl eins og einhverjum finnst kannski". Smá kurteisi Kastljósfólk!
Já og svo lærði ég hjá RÚV í dag allt um Þingvelli og Þingvallavatn. RÚV rokkar.
LÆRDÓMUR DAGSINS: Kínverji + Rauðvín = Fjólublátt pils

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home