mánudagur, febrúar 28, 2005

Það er búið að vera mikið um að vera í félagslífinu í skólanum eins og sjá má á myndunum. Voða gaman alltaf enda mikið af MA-ingum í tannlæknadeildinni, áhugasamir geta skoðað allann aragrúann af myndunum á myndasíðu tannlæknadeildar háskólans.
Allavega...þá er ekki mikið að frétta héðan úr austurbænum, nema það að lífið heldur sinn vanagang. Ég vinn á Íslandi í sumar og fer svo til Svíþjóðar í haust ef allt fer eftir áætlun. Skólinn sem slíkur er að verða búinn (þarf ekki að mæta í Tanngarð það sem eftir er!!!nema ég ákveð að byrja að kenna.....nei...ég myndi aldrei nenna því...ekki nógu þolinmóð).
Svo er einhver leiðindapest að hrjá alla í kringum mig og ég er farin að finna aðeins fyrir henni, en Guði sé lof fyrir Skagaströnd, rauðvíni og lýsi, ég hætti alveg við að verða lasin.
Svo er ég búin að vinna bug á túrverkjunum mínum ógurlegu. Ef einhver með heiftarlega (HEIFTARLEGA)slæma túrverki les þetta þá vil ég endilega dreifa visku minni um þetta mál því enginn á að þurfa að þjást svona mikið á nokkurra vikna fresti.
Þarf að sofa. Góða nótt!

3 Comments:

Blogger Sleggjan said...

Já takk ég myndi vilja góð ráð. Er samt ekki eins slæm og þú varst.

mars 01, 2005  
Blogger ingveldur said...

hehehe... viku fyrir túr:
1.ekkert kaffi(koffín)
2.engar sígarettur
3.fullt af rauðvíni
4.taka það rólega
þegar túrinn byrjar:
5.hitapoki á bakinu, alltaf!
6.bólgueyðandi töflur
7.vera upptekin
8.sofa og leggja sig

Ef farið er eftir þessu þá snarminnka verkirnir!

mars 01, 2005  
Blogger Sleggjan said...

úff eitt og tvö hljóma ekki vel, þrjú er hinsvegar fínt!

Hei árshátíð sauma er á laugardag!!!!

mars 03, 2005  

Skrifa ummæli

<< Home