laugardagur, febrúar 12, 2005

Frábært kvöld í gær! Skrítið að vera komin aftur á djammið eftir margra ára lægð. Með "lægðinni" á ég við að það er búið að vera svo þurrt og óspennandi að djamma í Rkv í alltof langann tíma. Svo ekki sé minnst á hrútleiðinlegu tónlistina sem hugmyndasnauðir plötusnúðar frá FM halda að sé í tísku. Það versta er að fólk lætur sig hafa það og neyðir sig til að dansa við svo slæma tónlist þegar það lítur bara asnalega út við þetta rassadill(nýyrði) og höfuðrugg(nýyrði).
Ég er nú bara svona pessímísk núna því ég er viðsbjóðslega þunn. En þynnkan er gjörsamlega þess virði, ég skemmti mér drottninglega í gær því þá var lítið um þetta neikvæða sem ég var að babbla um hérna rétt áðan.
Héðan í frá ætla ég að velja djömm mín betur og gera meiri kröfur. Því ég er búin að fá nóg af hinu sígilda en samt sorglega leiðinlegu djammi: byrja drykkju einhverntíma svo langt eftir kvöldmat að ég er orðin glorhungruð aftur, fer niðrí bæ um o2:3o, bíð í röð(ekki orðin það fræg, sæt né frek til að komast inn strax) fyrir framan lítinn úturreyktann, stappaðann og dýrann stað, ærast svo þar inni vegna ólystugrar tónlistar og get ekki talað vegna hávaða, borga 600 kr fyrir flatann, útvatnaðann bjór, er í hættu á að einhver heimskur reyni (að tala) við mig, flý út á næsta stað, bíð þar í röð...sama sagan þangað til heim klukkan: alltofseint!enersamtmeðógeðslegustureykingafýluheimsfastaámérallri!

Alltílagi, alltílagi...þetta er nú ekki alltaf svona...og kannski ekki allt á einu kvöldi heldur, en samt...
Jákvæðnin er öll inní mér núna. Ég get því miður bara tjáð mig á neikvæðann hátt í augnablikinu.

Farewell!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home