föstudagur, maí 14, 2004

Að horfa á fréttir er ágæt skemmtun. En að horfa á fréttirnar í kvöld kom á óvart, þetta er bara orðinn hasarmynd. Á ALþingi er verið að kalla forsætisráðherra okkar druslu og gungu :D og barið í púltið! Já, ég skemmti mér vel fyrir framan sjónvarpið á fréttatíma og borga ríkisútvarpsgjaldið með glöðu geði núna. Talandi um það, við náum ekki skjá einum né popptíví og erum með ruglaða stöð tvö, og aldrei hefur sjónvarpsefnið verið eins fræðandi og áhugavert, RÚV er málið! Ég kveikti t.d. á sjónvarpinu fyrir tilviljun í dag og sá krónprins Dana tárast í brúðkaupinu sínu, mér fannst það sætt, svo kysstust þau og löbbuðu út, fóru í hestvagn og veifuðu og vinkuðu dönsku þjóðinni í hálftíma, fóru stórann hring, svo aftur að konungshöll, inn og fólk beið eftir að þau myndu koma aftur út á svalir til að veifa enn einu sinni. Ofboðslega rómantískt og skemmtilegt sjónvarpsefni.
Jæja, þarf að fara að leggja mig fyrir evróísjún á morgun, það er svona þegar maður/kona er komin á þennann aldur...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home