þriðjudagur, júlí 13, 2004

Sá ofumyndina um SPIDERMAN. Afskaplega góð og skemmtileg afþreying. Það sem mér finnst mikilvægast í svona bíómyndum, hvort sem það er Ofurmennið oða Bond mynd, þá verður "vondi" karlinn að vera virkilega vondur. Ef illmennið er leikið af lélegum leikara sem nær ekki að sannfæra mig um illsku sína þá er myndin ónýt, sama hvað góði karlinn er góður og "stelpan" sæt. Mér fannst vondi karlinn í þessari spiderman mynd frábær, uppfinningarmaðurinn Otto Octavius sem var með átta útlimi. Hins vegar var Green Goblin í fyrri myndinni ekkert spes og var leiðinlegt illmenni. Samt eru þessar blessuðu myndir svo kjánalegar, ég meina...afhverju skítur spiderman vefnum sínum ekki út út úr afturendanum á sér eins og alvöru könguló?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home