fimmtudagur, ágúst 05, 2004

Maður lærir margt um manninn, þegar maður eignast lítil tvíburafrændsystkin. Nú vil ég alls ekki nefna nein nöfn, enda þýðir ekkert að benda á einn ákveðinn einstakling, því svona virðist þetta greinilega vera hjá langflestum í langflestum þjóðum, þ.á.m. Íslandi. Best er að útkýra þetta í litlu leikriti:
Í fæðingarstofunni. Móðirin hvílir sig uppí rúmi og er með stelpuna litlu á brjósti, litli strákurinn liggur í vöggu við hliðina á, mikilvægur maður í lífi hennar gengur inn, rekur upp stór augu;
Er þetta drengurinn?
Já, og hérna er...
Þetta verður mikill maður!
...stelpan
Hann snýr sér að þeim þar sem þær liggja í rúminu, kíkir og segir,
Mikið er hún sæt.
Snýr sér aftur að litla stráknum,
Hann verður mikill spekingur. Líklega bókaormur, svona eins og ég. Þarf ekki að fara að kaupa bækur handa honum?
Ung kona, sem varð vitni að þessu öllu, sagði,
Og nál og tvinna handa henni??
HAHAHA hló hann.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home