Please grow up
Nú er Gvelda búin að fá nóg, enn og aftur... ´Eg skil ekki af hverju vinir og vandamenn út um allt Ísland eru að missa út úr sér orð eins og "kærustukelling" og bæta orðinu "oj" við um kynsystur sínar sem eru með strák. Í ófá skipti heyrir maður um einhverja sem er orðin svo "leiðinleg" eða "félagslega heft" eða einfaldlega "horfin" eftir að hún fékk sér kærasta, eins og manneskjan sé eitthvað óæðri vera sem á ekki gemsa, finnst ekki gaman að hlæja, fara á kaffihús, tala um stjórnmál, hefur áhugamál og tilfinningar. Hvaða minnimáttarkennd er í gangi hérna? Eru vinkonur okkar verri persónur eftir að þær umgangast ástvin sinn mikið? Það eru meira að segja nokkrar sem þurfa að afsaka það að vera með strák, "sorrý fyrir að hafa verið svo mikil kærustukelling í gærkvöldi". Svo má bæta við að það er líka eins gott að við verðum ástfangnar af einhverjum fullkomnum gaur því annars eigum við í hættu að verða útskúfaðar N.B alveg óvart að sjálfsögðu! Það virðist nefnilega vera að ef ástin í lífi manns er ekki nógu góður fyrir vinahópinn þá ert þú ekki nógu góð fyrir vinahópinn, too bad.
(útskýring:Það er töff að vera single, eins og flestar gellurnar í Sex and the City. Frelsið felst í því að vera einn. Því ef þú ert single þá áttu mikið að vinkonum og átt auðvelt með að kynnast enn fleirum. Vinkonur og vinir hefta þig ekki félagslega og andlega, heldur þvert á móti, styðja þau þig og styrkja, sjá aðeins það besta í þér og segja þér að gallar þínir eru "bara sætir" og eðlilegir, sem þeir eru, þau hafa nefnilega alveg rétt fyrir sér).
Mér finnst þetta vera ekkert nema dónaskapur. Aldrei myndi ég tala á þessum gagnfræðiskólanótum negri oj, hommi oj, foreldri oj, single oj, því það er ekkert "oj" við það að vera eitthvað af þessu.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home