Ég er að lesa svo hlægilega bók frá árinu 1946 sem ber nafnið "Aðlaðandi er konan ánægðust" og er handbók fyrir konur um það hvernig þær eiga að snyrta sig og líta vel út. Bókin er eftir leikkonuna Joan Bennett og hún fer yfir minnstu smáatriði varðandi umhirðu útlitsins. Bókin er stútfull af gullmolum. Kaflarnir heita t.d.
III.Fljótleg snyrting en varanleg
IV. Kvenþjóðin hefur krafta í kögglum
VII. Að geðjast karlmönnum
VIII.Húsmóðurstarfið er margþætt
Á bls.69 stendur efst: Hafið þér hægðartregðu? (hahahahaahaha:)ekkert smá krúttlegt.)
Svo fer hún vandlega yfir það hvernig skal naglalakka sig:
"Naglalakk ber að velja í samræmi við hendurnar, neglurnar, klæðnaðinn, starf og umhverfi. Sumar geta ekki notað bláleitan lit, því að þá sýnast hendur þeitta gulleitar. Aðrar geta ekki notað fagurrauða liti, vegna þess að neglur þeirra eru kannske ekki svo fallega lagaðar, að vert sé að auglýsa þær um of. En bezt er, að hver og ein reyni sjálf, hvað bezt hentar."
Hér eru töflur yfir því hvernig varalit, augnháralit, augabrúnalit o.s.frv. rauðhærðar, skolhærðar, ljóshærðar, dökkhærðar o.s.frv. ættu að nota.
Kaflinn "Nöldurskjóðan" er án efa fyndnasti og úreltasti texti sem ég hef lengi lesið. (Að konur hafi hugsanlega lesið þetta á sínum tíma...!). Hér kemur hann ef ég nenni að pikka hann allann niður á lyklaborðið!!!!!!! :
"Það voru þeir tímar á fumbyggjatíð Bandaríkjanna að refsað var oðinberlega fyrir nöldur. "Nöldurskjóðan" var sett í gapastokk á almannafæri, og þar gátu allir séð hana og merkisspjald, sem fest var við hana og sýndi sök hennar.
Enn í dag eru skömmóttar nöldurskjóður okkar á meðal, en við meðhöndlum þær ekki jafn skörulega og gert var í gamla daga. Nú fær fórnalambið-eiginmaðurinn-að líða við nöldrið og skammirnar. Fyrst í stað fyllist hann undrun, síðan er hann særður og loks grípur hann þögul örvænting, og hann dregur sig sem mest hann má í hlé.
Upprunalega hefur hans útvalda virzt hrifin af honum, eins og hann af henni. Honum vex ástmegin, hann blómstrar upp í nærveru hennar. Þá snýr hún við blaðinu. Hún vill ráða því "hvað skápurinn á að standa". Bezta pípan hans er ekki í húsum hæf. Alltaf er eitthvað við klæðnað hans eða útlit, sem þarf að lagfæra. Gamanyrði, sem áður var brosað og hlegið að, fá nú þessa athugasemd: "Að þú skulir tönnlast á þessum gömlu bröndurum". Háttalag hans og framkoma öll, sem áður virtist hrífa, virðist nú gera hans útvöldu hreint ærða. Ef hann er svo heppinn að vera ekki enn kvæntur henni, ætti hann að segja henni upp á stundinni. Ef breytingin á sér ekki stað, fyrr en eftir brúðkaupið, ætti hann að reyna að gefa henni holla ráðningu eða duglegan löðrung. En hann gerir venjulega hvorugt. Hann kvænist eða þegir og heldur áfram að vera kvæntur, en finnur sér fleiri og fleiri tækifæri til þess að vinna eftirvinnu og vera sem sjaldnast heima.
Ef yður þykir vænt um mann, skulið þér láta yður þykja vænt um hann, eins og hann er. Skiptið yður ekki af smágöllum hans, fremur en hann skiptir sér af göllum yðar. Það er mjög líklegt, að þér talið, snyrtið yður eða hegðið yður gagnvart honum öðruvísi en hann myndi helzt óska sér. Karlmenn eru þolinmóðari í þessum efnum en konur. Þeir hugsa minna um smámunina. Reynið að gera slíkt hið sama. Og reynið að steinþegja, er þér heyrið sjálfa yður byrja að nöldra. Hvernig sem þér reynið að réttlæta það, með því að þer séuð að bæta eitthvað eða lagfæra, það er engu að síður NÖLDUR. Og nöldrið rænir eiginmanninum frá yður. Hann er kannske kyrr að nafninu til, en hann ver sig með kæruleysi og kulda gegn nöldrandi eiginkonu, sem er síkvartandi og kveinandi.
3 Comments:
Jesús minn.
hehe takk fyrir góða helgi! þurfum að endurtaka þetta við tækifæri, hittast "óvart" úti á landi...
já takk sömuleiðis, hehehehehe....:)
Skrifa ummæli
<< Home