laugardagur, maí 01, 2004

Skellti mér á sjálfann Joaquín Cortés í Laugardalshöllinni á fimmtudagskvöldið. Margur kann að undra hversvegna að borga 9.900 kr, fyrir ekki einusinni miðjumiða, á 2 klst flamencodans. Meiraaðsegja ég var líka skeptísk, en nú skil ég afhverju mörg hundruð þúsund manns í öllum heimsálfum hafa kosið að fara að sjá hann og hans tónlist live. Þetta var alveg frábært show og han náði alla í salnum með sér. það er langt síðan maður hefur klappað svona mikið og þetta var góð tilbreyting frá "venjulegum" tónleikum í Laugardalshöllinni. Það var eins og hann og hans fólk hafi fæðst á sviðinu því allt sem þau gerðu var svo náttúrulegt og frá hjartanu, allavega létu þau mann finna það. Það er svo mikilvægt að vera áhorfandi en fásamt að hafa einhver áhrif á sýninguna og vita af því að maður hafi haft góð áhrif.
Núna er ég loksins komin með nettengingu aftur þannig að kannski verður skrifað meira á þessa síðu. Jæja, verð að halda áfram að læra.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home