sunnudagur, febrúar 15, 2004

Helgi Hósearson er fyrirmynd mín. Ég var reyndar bara að uppgötva hann almennilega núna þegar ég sá heimildarþáttinn um hann. Hef stundum keyrt framhjá honum án þess að vita nákvæmlega hvað hann er í rauninni að gera. Þvílikur snillingur! Þessi maður á skilið að verða afskírður og vonandi gerist það áður en hann deyr, eða fer til sameinuðu þjóðanna eins og hann kallar það :D Mér finnst það alveg sjálfsagt að fólk fái að afskíra sig, fyrst að það var skírt óafvitandi sem ungabörn, ekki spurning. Það ætti að afnema skírn ungbarna og láta það síðan ráða sjálft hvort það vilji láta skíra sig eða ekki þegar það hefur vit fyrir sjálfu sér, semsagt komið á fullorðinsaldur.
Hann kallar Biblíuna "ævisögu draugsins". "það er bara einn draugur(guð)en samt er hann þrenning, faðir, sonur og heilagur andi" og svo hló hann dátt. Ohhh ég skil hann svo vel, hef oft pælt í þessu sjálf. Mér finnst hann nákvæmlega ekki neitt geðveikur, hann hefur svo gífurlega sterka siðferðiskennd. Ég hélt ég myndi míga í mig þegar hann útskýrði hvað R.Í.Ó stendur fyrir, Ríkisvald Íslenskra Óþokka, og að þeir beri ábyrgðina á því að íslendingar styðji Bandaríkin í morðferðum sínum. Svo kallar hann lögregluþjóna "þræla" og Jesú(Ésú) "krosslafa". Ég ætla að fara í Íslendingabók og athuga hvort ég sé ekki náskyld honum Helga Hósearson.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home