Ég man ekkert hvað ég var að gera á föstudaginn. En var að vinna laugardaginn og sunnudaginn, baka bollur fyrir bolludaginn. Það var fyndin kynningardama í Nóatúni sem var að kynna Fjallasúrmjólk, hún var svo smámælt og sagði sömu setninguna í 4 klst "Smakkið nýju Súrmjólkina frá mjólkurSamSölunni! :)
Endaði svo helgina í saumaklúbbi, tróð í mig skinkuhorn og spilaði Nintendo, og kjaftaði og hlustaði á kjaft, svo æðislegt.
Var að heyra í fréttunum að í Afríku eru ungar stelpur neyddar til barneigna, afleiðingar þess væri sköðun kviðarhols sem þarfnast meðferðar. Ég ætla að halda því fram að kviðarholssköddun sé það síðasta sem þessar ungu stelpur hafa áhyggjur af, guð minn góður.
BOLLA BOLLA!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home