Hun er komin :) þessi elska!
aðfaranótt mánudags, 23.júlí, kom litla stelpan okkar í heiminn, heima hjá sér :) Það gekk eins og í ævintýri :):):):) Hún var að vísu stór, tæpar 16 merkur. Eða réttara sagt 3890 gr og 51.5 cm. Hún er bara viku gömul í dag!!!
Það er búinn að vera mikill gestagangur allan tímann og ég er núna í fyrsta skipti ein með henni, þannig að ég stalst í tölvuna..hehehe...meðan hún sefur.
Hér er mynd af litlu ljónynjunni minni 6 daga gamalli:
það er ótrúlegt hvað það er hægt að elska eina litla manneskju mikið.
13 Comments:
svaka krútt sú litla
hamingju óskir frá bobby og huldu
Hún er sætust í heimi, hlakka til ad kynnast henni :) LOVE Katrín og Jens
Til hamingju með fallegu dóttir þína. Sumarkveðja Valur frændi.
Hún er ótrúlega sæt! :) Ji hvað það hlýtur að vera mikil gleði á þínum bæ mín kæra...
Hjartanlega til hamningju. Hún er ofboðslega falleg.
Vá hvað hún er falleg. Engin smá værð yfir litlu dömunni.... Innilega til hamingju þið öll. Bestu kveðjur, Rúna,Tommi og Kristján Freyr.
Við kíkjum sko við þegar við komum í borgina næst.
Ég óska þér og Berndseninum þínum - ykkur nýbökuðu foreldrunum - hjartanlega til hamingju með litlu sætu prinsessuna - *hóst*, ljónynjuna meinti ég !!
Gangi ykkur vel með nýja erfingjann!
(E.S. Greinilegt að Tinna Magnúsar hafi ""fengið hana í afmælisgjöf"" ... hehehe!)
E.E.S. Vil benda á það, að ég er kominn með nýtt blogg á nýjum stað: "http://purplestar.blog.is" - úr því að þú er víst með tengil á bloggið mitt ;-)
Hafið það sem allra best!
ææææ hún er svo sæt hún litla ljónynjan þín :) Já það er ótrúlegt hvað það er hægt að elska þessi krútt ótrúlega mikið og algjörlega frá fyrstu sekúndu :)
Kossar og knus á línuna
Til hamingju með litlu stelpuna ykkar! Þetta er náttúrulega bara best í heimi! :o)
Gangi ykkur vel.
Kær kveðja Dóra Gunnars.
ó jéimm, sú er krúttleg. Innilega til hamingju elskurnar. Oh er þetta ekki dásamlegt (ætlast ekki til að þú svarir, veit að ég fá bókað jákvætt svar ;)). Fleiri myndir takk ;).
knús,
Ilmur
Myndasída, myndasída myndasída????????
hmmmm...engin myndasíða ennþá...en á myspacinu eru nokkrar myndir..er að vinna í almennilegri myndasíðu ;)
Og jújú Ilmur, þetta er dásamlegt ;D
Elsku Ingveldur... og Sverrir auðvitað. Til hamingju með prinsessuna.
Helga á Króknum.
Skrifa ummæli
<< Home