Kvart, kvein og kerlingavæl.
Jah, svona eru kynin nú ólík. Eða eitthvað. Kannski er ég bara svona leiðinleg, en eftir að ég varð ólétt þá hef ég varla séð né heyrt í vinkonum/vinum mínum.
Hinsvegar er alveg öfugt farið hjá the father to be. Þar hrannast vinirnir upp í röðum eftir að fá að hitta hann og bjóða honum í hitt og þetta, pókerkvöld, bíó, mat o.fl. - þ.e.a.s. EFTIR að fréttist um óléttuna mína.
Sem sagt þveröfug áhrif.
Ég get nú ekki sagt að ég sé búin að vera að sækjast mikið í félagsskap, en það hefur the father to be ekki heldur gert. Og það stoppar ekki vinina, þeir hringja og droppa við sem aldrei fyrr! Enda er hann mjög skemmtilegur, svo virðist hann verða skemmtilegri eftir að hann barnaði mig...(!)
Ég er eiginlega komin með áhyggjur af "systrum" mínum. Af því að ég er búin að vera spá í því hvað veldur þessu. Og það virðist vera að þær séu að gera svo ofboðslega mikið...(?) Of þreyttar...(?) Of uppteknar við vinnu og lærdóm...(?) Ég set náttúrulega spurningamerki við þetta allt því ég hef bara ekki hugmynd um það, það virkar samt svoleiðis á mig. Allavega þær sem ég hef heyrt eitthvað í, þær eru að drukkna í vinnu og skyldustörfum. Eða kannski er ég bara svona leiðinleg eins og fyrr segir. Því þær mega sko ekki vera að því að hitta mig.
Svo til að toppa kvörtunina mína þá er ég búin að hlusta á besta vininn tala við föðurinn, og hann segjir "flott hjá þér, gott múv". Besta vinkona mín hefur sagt við mig "ég held að þú munir ekki vinna aftur eftir að þú eignist barn, þú verður svona ALLTAF HEIMA".
Skrítin og mismunandi skilaboð, svona miðað við í hvaða landi við búum í og á hvaða tíma.
Svo getur þetta allt verið hrein ímyndun.
Tómt þvaður og kvart.
Svona "kerlingavæl"....
8 Comments:
Þetta er bara týpískt ísland, um leið og þú hættir að/að vilja drekka og getur/nennir ekki að djamma og djúsa þá minnka hringingarnar:)
En já ég held að við verðum allar að vera duglegri að heimsækja hvora aðra, ég veit að ég er ekki nógu dugleg allavegana og mér sem finnst svo gaman að fá heimsókn;)
Þetta er samt klárlega tíminn þar sem allir eru mjög bissý, og ég lofa að sumarið verður mun félagslegra :)
Harkaðu af þér þangað til , nú eða farðu í heimsóknir óboðin, það finnst öllum skemmtilegt að fá heimsóknir - og fyrir nokkrum árum var það nú bara þannig að fólk þurfti ekki að plana síðdegisheimsókn með 5 daga fyrirvara.
Ef biðin verðu erfið þá notarðu bara haföndunina til að slaka á ;)
haföndunina? stelpur eruð þið að missa ykkur í einhverju lamaza kjaftæði?
En ég man eftir þessu. Manni varla boðið í partý af því að maður er hvort eð er ekki að drekka (svona gríðarlega leiðinlegur edrú). Og þetta á bara eftir að versna vina mín (s.s. eftir að barnið fæðist!) Eða það er a.m.k. mín reynsla. Reyndar var ég 19 og enginn í kringum mig að eignast börn.
DÆS
KELLINGAVÆL? DÆS!
nei haföndunin er úr Jóganu Valla mín ;)
Ég skal sko leika við þig þegar ég er búin að vellta þessari ríkisstjórn af stalli. Og svo hef ég aldrei heyrt aðra eins dómadags vitleysu eins og þessa alltaf heima, ekki vinna pillu. Þú gerir bara nákvæmlega það sem þú vilt gera í lífinu barnlaus eða ekki og hana nú. Það er hægt að eiga bæði fjölskyldu, vinnuframa og félagslíf. Flengdu þessa vinkonu þína.
Ahemm. Það sem ég meinti með þessu var að þú myndir hætta núverandi starfi og vinna við drauminn þinn - sem er hægt að gera heiman frá sér.
Ég var ekki að tala um heimavinnandi húsmóðir neitt.
Mér´finnst ég eiginlega hafa verið að gefa þér mikla hvatningu með þessu og góð skilaboð.
Besta vinkonan
jahjérna, ég verð að segja huldu þetta í von um að það lækki eggjahljóðin í henni örlítið.
Það er þó freistandi að eignast fleiri vini og fá hrós þannig að ég verð samt að íhuga þetta vel...
Gangi ykkur báðum vel og við hulda skulum bæði koma í heimsókn og heimsækja ykkur bæði þegar við komum næst...
jeij! Allir eru svo indislegir :):):)
Jú, ég veit Þórhildur mín, þú meinar vel, en ég misskil svo mikið...hehehe
Gott að hrista aðeins upp í ykkur, enda er síminn búinn að hringja stanslaust eftir þetta blogg! :):):)
Skrifa ummæli
<< Home