Breyting
Hérna er "tveggja vikna" myndin :) Loksins náðist mynd af henni með augun opin...hehehe....svaf MIKIÐ fyrstu dagana. Það er semsagt eitthvað farið að minnka.
En allavega, eftir að ég varð foreldri þá hefur líf mitt ekki breyst neitt gríðarlega...ekki ennþá allavega, ég veit, það eru svosem bara tvær vikur komnar, en ætli ég sé ekki bara meira heima hjá mér = sem er gott, og svo er ég meira niðrí bæ á röltinu = sem er líka gott. Ég hef minni áhyggjur af ástandinu í Mið-Austurlöndum = sem er mjög gott. Ég sé börn með öðrum/betrr augum núna = líka mjög gott. Já, ég er ekki frá því að ég sé orðin ögn jákvæðari og væmnari = örugglega bara gott.
Niðurstaðan er semsagt mjög góð. Þetta var góð og yndisleg breyting á lífi mínu :)
7 Comments:
Að hafa minni áhyggjur af ástandinu í mið-austur löndum ??? nei og aftur nei .. það er heilög skylda hvers bloggara að skrifa í það minnsta 1 pistill í hverri viku annað hvort um Ísrael eð Írak .... enn þú ert annars löglega afsökuð og mikið er stelpan lík þér .. þessi munnsvipur. Sumarkveðja Valur Frændi
oh! En gaman að heyra!
Hún er yndisleg, ég ætti kannski að koma með annað! en annars eru allir lasnir hér þannig að ég kemst ekki til ykkar fyrr en í næstu viku í fyrsta lagi, hlakka svo til að fá að máta. Hafið það gott dúllur Kv Fjóla og veiku krílin
Hæ Ingveldur mín!
Hún er bara algjört krútt þessi stelpa þín. Finnst greinilega kominn tími til að sjá heiminn almennilega. Innilega til hamingju með hana ;)
Linda
tannsmiðakona
Til hamingju með dúlluna:)hún er yndisleg
kveðja
Harpa
Hún er ekkert smá sæt! Svakalega lík þér :) Það verður gaman að fylgjast með skottunni... hafiði það voðalega gott!
Free [url=http://www.FUNINVOICE.COM]invoice[/url] software, inventory software and billing software to beget masterly invoices in one sec while tracking your customers.
Skrifa ummæli
<< Home