jæja...tók mig aðeins sjö vikur að byrja að blogga aftur, tek mér jólafrí eins og alþingismennirnir.
Gaman að vera byrjuð aftur, það er svo margt skemmtilegt til að skrifa um, jah ef ég gæti komið öllu "á blað" sem ég væri að hugsa um. Það er kisudagur í dag, stundum eiga þessi dýr hug minn allann
Kettir eru mögnuð dýr, of stórir til að hafa í búri, og litlir til að hafa í bandi, of sjálfstæðir til að geta ráðskast í þeim, of sleikjulegir til að vilja ekki hafa þá samt. Þeir eru með vígtennur og sjálflýsandi augu, en samt vil ég hafa þá sofandi við hliðina á mér á næturna. já ég er sannkölluð kattarmanneskja, hélt því fram á ungu æviskeiði mínu að ég hafi verið köttur í fyrra lífi, reyndi ekki bara að sofa í sömu stellingu og þeir heldur líka sofa jafn lengi. Svo vildi ég líka verða svona liðug og sjá í myrkri. Eitthvað úr þessu hefur nú sem betur fer ræst.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home