laugardagur, desember 06, 2003

Kata bandírass, þú ERT fulltrúi kvenleikans og því var erfitt fyrir mig að uppgötva að ég hef bara 4 atriði af 14 í listanum þínum "hlutir sem allar stelpur verða að eiga". En listinn fékk mig til að endurskoða líf mitt verulega, og verður það komið í lag hið snarasta. Ég stefni hátt og ætla að ná 14 af 14 áður en sumarið gengur í garð.

Ég er alltaf í bíó, og snilldarmyndirnar rúlla hver af annarri á tjaldinu.
Hin íslenska Njálssaga var mjög skemmtileg í bíó þó að hún hafi bara verið 25 mínútur og þó að Hilmir Snær er ekki akkúrat með vaxtalag hinna ljósu hetju Gunnar á Hlíðarenda, en hann stóð sig samt svo vel.
Breska myndin LoveActually toppar allt, hún er einfaldlega meistaraverk, ég fór á hana með það í huga að hún yrði meistaraverk og SAMT stóðst hún væntingar mínar með meiru!
Er búin að nefna Finding Nemo, ógeðslega fyndin fiskamynd, fiskar eru fyndnir:)

Ég las í laugardagsmogganum í dag að konur væru með þrjár gerðir af "þybbnu" vaxtarlagi, gyðju-, hvolpa- og hamstravaxtalag. Undir gyðjulistanum voru Nigella og Kate Winslet, hvolpavaxtalag sagði höfundur að væru háskólastelpur sem fá svona hvolpaspik í náminu (!?!?!?!?) og í hamstrafitusöfnunarflokknum var Renee Zellweger nr.1, því á henni safnast fitan fyrst og fremst í kinnum, kringum augu og undir höku. En nei, greinin hélt sko áfram og í raun öðrum flokki bætt við, það var svona græðgis- og ríkidæmisvaxtarlag sem "drottning yfirvigtar" Catherine Zeta Jones hefur(!) og svo var voðalega flott mynd af henni til hliðar, rosalega flott kona. En samkvæmt nýjustu fréttum er hún gráðug og feit, hún er drottning yfirvigtar. Ókei....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home