mánudagur, ágúst 23, 2004

Lendið þið oft í því að ókunnugt fólk útá götu segi bara eitthvað við ykkur út í bláinn? Þá er ég ekki að tala um róna sem kemur upp að þér og segist elska lífið, eða gamla konu sem spyr þig hvort þú sért ný/r í hverfinu. Heldur, eins og einusinni þegar ég sat í strætó, þá settist ókunnugur gamall karl við hliðina á mér(samt nóg af auðum sætum út um allt), svo rétt áður en hann fer út þá snýr hann sér og hvíslar "þú ættir að brosa oftar".
Núna um daginn í góða veðrinu var ég að hjóla á fullu í vinnuna, með hvítann hjólahjálm og að flýta mér. Þaut á gangstéttinni í hlíðunum. Það var fólk að labba þarna, ósköp venjulegt fólk. Eitt af þeim var miðaldra maður með innkaupapoka sem stoppaði, horfði á mig hjóla í átt að sér, sagði svo skýrt og "ég óska þér góðrar heilsu" sömu sekúndu og ég fór framhjá honum, og hann horfði beint í augun á mér.. Ég hrópaði náttúrulega á eftir honum "SÖMULEIÐIS!". En hann hafði bara snúið sér við haldið áfram leiðar sinnar.......
Jæja? Er þetta eðlilegt? Ha? HA!?!?

3 Comments:

Blogger Sleggjan said...

hmmm eg er alltaf ad lenda i tessu en helt tad vaeri bara tvi eg er i utlondum. Fekk einmitt tetta komment um brosid i straeto, en tad var fra araba...losna semsagt ekki vid tetta to eg komi heim.
Eg tekki nu eina sem kallar a eftir ithrottafolki. Hef nokkrum sinnum lent i tvi ad vera med torhildi i bil og hun skrufar nidur og oskrar "tu skokkar ekki ur helviti" a hlaupafolk. Ja folk er sjukt...

ágúst 24, 2004  
Blogger ingveldur said...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

ágúst 24, 2004  
Blogger ingveldur said...

það er gott að einhver skilur mig

ágúst 24, 2004  

Skrifa ummæli

<< Home