þriðjudagur, apríl 24, 2007

Ódyrt og gott - eins og það a að vera

Ég er svo ánægð. Ég fór í bakaríið í dag. Þetta bakarí er við hliðina á vinnunni minni og er besta bakarí á stórreykjavíkursvæðinu. Allavega, þar kem ég og kaupi snúð með helling af súkkulaðiglassúr á og litla ískalda léttmjólk. -148 kr-

Það er snilld! Þetta er enginn peningur! Namm!

Kannski er ég bara orðin svona vön því að fara á kaffihús og fá mér cappucino og croissant og borga 750 kr fyrir.

Það er okur! Piff! Hnuss!

3 Comments:

Blogger Kata said...

Heyrðu, ég rak augun í það að súkkulaðisnúður kostar meira en tvöhundruðkall í Nóatúni og kostar ábyggilega svipað í öðrum búðum! Jiminn, ég man þegar snúðar kostuðu svona sjötíukall!!!

maí 06, 2007  
Blogger Rebekka said...

Meiriháttar,bakaríin hérna úti á landi (Hafnarfirði) eru ekki svona ódýr, það er ábyggilega svo dýrt að flytja hráefnið;)

maí 07, 2007  
Blogger Unknown said...

Ingveldur viltu blogga fyrir mig...

maí 08, 2007  

Skrifa ummæli

<< Home