Aulahrollur auglysinganna
Hvað er að gerast á Íslenska auglýsingamarkaðnum???!! Það er orðin einhver slæm tíska í útvarpinu að auglýsa fyrirtæki með leiðinlegum samtölum tveggja einstaklinga. Þetta byrjaði allt í sjónvarpi með dömubinda auglýsingunum :
Kona1 : oh ég er á blæðingum
Kona2: elskan mín, hefuru ekki prófað nýja og þurra Libresse active wings? Það er allt annað líf hjá mér!
Kona1: vá, takk, ég er svo miklu öruggari núna
Þulur: Libresse active wings. Þurrara, öruggara, fyrir þig.
Kona1: Nú get ég verið í hvíta pilsinu mínu án þess að hafa áhyggjur!
jújú, alltílagi að hafa svona viðbjóð einstaka sinnum í sjónvarpsauglýsingum. En að þurfa á hlusta á hverja einustu auglýsingu í útvarpinu er óviðunandi! Dekkjaverkstæðin eru dugleg að auglýsa svona ósmekklega og fatabúðir líka. Svo eru þetta svo löng samtöl, það hlýtur að vera dýrt.
Norrænu auglýsingin hefur þó kjánahrolls-vinningin. Hún er einhvernvegin svona:
Konan: "eftir að hafa siglt með Norrænu varð karlinn minn svo afslappaður því við höfðum svo mikið pláss og blablabla(endalaus ræða)...að hann er eins og allt annar maður."
Karlinn: (með mjög vangefni röddu) "Bull kona! Þetta er ég".
Þessi eina auglýsing er svo slæm að oftast slekk ég á útvarpinu (örugglega eitthvað sem útvarpsstöðin vill ekki) og það síðasta sem kemur upp í hugann næst þegar ég ætla að ferðast = er að fara með Norrænu, bara ekki séns!
3 Comments:
Ég er sammála þér með þetta Ingveldur!
Einnig finnst mér þetta orðið "fullgróft" þegar líka er farið að blanda "alvöru" tilfinningum í öll þessi "neikvæðu" auglýsingamál:
"Sagði bankanum sínum upp!"
Hversu lágt á þessi bransi eftir að leggjast?
Suss... eins gott að maður hlusti ekkert á útvarp, nema hugsanlega fréttirnar í hádeginu!
Ég held ég sé komin með heilaskemmdir, ég er að fara að ferðast með Norrænu í sumar... vill ekki einhver koma með mér til að leita að Jóel....
hehehe :)
Skrifa ummæli
<< Home