þriðjudagur, maí 22, 2007

sma leti...eða eitthvað...

þetta er orðið svo mikið maður! Úff! Blogg-ið, myspace-ið, barnaland-ið, msn-ið og núna það nýjasta hjá mér "facebook", þar á ég víst að geta hitt öllu gömlu bekkjavinina í Noregi, jepps...
Kannski þessvegna sem maður bloggar nánast ekki neitt....
Ég er hætt að horfa á sjónvarpið því tölvan étur mig þessa dagana.

Ég ætlaði nefnilega alltaf að blogga um t.d. Evróvisionið. Mér fannst lagið sem vann ÆÐISLEGT. Ég hélt með því, en datt náttúrulega ekki í hug að það myndi vinna því það var sorlegt og tilfinningaþrungið OG sungið af konu sem sýndi ekkert hold.

Og svo ætlaði ég líka alltaf að blogga um kosningarnar. Mér fannst þær svo spennandi í ár. Reyndar hef ég aldrei á ævi minni haft áhuga á stjórnmálum. Ég geyspaði í hvert skipti sem einhver byrjaði að tala um stjórnmál í mörg ár, vá hvað mér fannst það tilgangslaus umræða!
En nú er tíminn allt annar hjá mér. Mig langar bara í pólitíkina einhverntíma. Ég held að þetta sé geggjað gaman! Og núna er loksins skemmtilegt að pæla í þessu.

Jæja, þangað til næst!

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

þú verður góð í pólitíkinni, en hvenær kemur litla prinsessan?
Kv Fjóla

maí 23, 2007  
Anonymous Nafnlaus said...

hey ertu með barnalandssíðu? hvar er hún? akkuru veit maður ekki svona?

maí 25, 2007  
Blogger ingveldur said...

humm, engin barnalandssíða... kannski nennum við að setja svoleiðis upp einhverntíma, kannski ekki... Já, ég var eiginlega að meina umræðurnar á barnalandinu, ég er alltaf þar, þar er FJÖRIÐ!!

Takk Fjóla, og ég er alveg að koma í heimsókn til þín, ég er bara rétt ókomin! Stelpan kemur í miðjum júlí :):):)):):):)

maí 26, 2007  
Blogger Kolbrun said...

BLOGGAÐU NÚ KONA. Hefur ekkert annað að gera á þessum svakalegasta biðtíma ever ;)

5.juli nálgast óðfluga.... :D

júlí 03, 2007  

Skrifa ummæli

<< Home