þriðjudagur, júlí 10, 2007

B-manneskja

B-fólk takið undir með mér! Stofnum nýtt og (B)etra samfélag!

Ég er á mínu 26. aldursári og er búin að þurfa að lifa í samfélagi A-fólks í allan þennan tíma! Minn dagur byrjar aldrei og hefur aldrei byrjað fyrr en um 10 leytið á morgnanna, í fyrsta lagi (helst í hádeginu). Ég veit, þið þarna "A-fólk, ykkur hryllir við þessari tilhugsun og hrópið "En þá er dagurinn hálfnaður!". En hvernig finndist ykkur ef þið þyrftuð að vakna um 3 að nóttu til og drífa ykkur í skólann eða vinnuna? Væruð þið ekki hress og til í daginn? Götusópararnir, ruslakarlarnir og pósturinn myndu koma um 3, einmitt um það leyti sem þú "átt" hvortsem er að vakna, þannig að það er bara eðlilegt að þeir séu með sinn hávaða. Börnin á efri hæðinni eru vöknuð til að fara í leikskólann því hann opnar bráðum líka. Jájá, það er alltílagi að allir nágrannarnir, strætóarnir og bara ALLT fari af stað um 3 að nóttu til því þú þarft hvortsemer að vakna sjálf/ur. Væri það ekki gaman fyrir ykkur elsku "A" fólk?
Þetta er það sem við B-fólkið þurfum að sætta okkur við, því samfélagið gerir ráð fyrir því að það henti lífsklukkum allra að dagurinn byrji um 7.oo eða 8.oo. En þá er nánast mið-nótt hjá mér. Éf sef fastast og dýpst milli 2.oo-10.oo En alltaf hef ég þurft að vakna miklu, miklu fyrr, og í raun fara alltof snemma í háttinn.
Ekkert skrítið að ég er búin að vera með bauga allt mitt líf. Ekkert skrítið að ég kem alltaf of seint í skólann/vinnuna því þetta er mér líkamlega ómögulegt.
Ég þrái ekkert heitara en að fá þessa dýrmætu morgunstund sem A-fólkið nýtur, þ.e.a.s. geispa, teygja úr sér, setja kaffivélina í gang, fara í sturtu, tannbursta, ná í blaðið, rista brauð, borða og tyggja vel, sumir stunda líkamsræktina sína líka(!), horfa á morgunsjónvarpið, klæða sig og punta, fara svo í vinnuna/skólann, og actually mæta á réttum tíma!

Þetta yrði aðeins raunveruleiki fyrir mig ef samfélagið myndi ræsa sig um 4 klst seinna. Semsagt ríkisstofnanir, skólar, vinnustaðir og bara allt myndi opna kl 12 í hádeginu. Þá gæti ég loksins lifað þægilegu lífi :) Vaknað og teygt úr mér um 10 leytið og gert allt þetta sem ég nefndi að ofan og svo mætt, á réttum tíma, hress, södd og vel lyktandi kl 12.oo. Hver veit, ég myndi kannski leyfa mér að mæta aðeins fyrr stundum ef mikið er að gera í vinnunni! (Því það getur A-fólkið nú þegar gert).

Ég hélt að þetta "B" vesen í mér væri bara tímabil sem myndi eldast af mér, eða ég myndi venjast þessu á endanum. Ég hélt að allir væru í raun "B" en aðeins þau með ótrúlega sterkan sjálfsaga gæti orðið "A". En nei, ég er nefnilega búin að tala við nokkrar "A" manneskjur og er orðin heilluð af þeirra heimi, þau þurfa engan sjálfsaga, þau bara vakna! Þeim finnst þetta þæginlegur tími! Þetta hentar þeim! Þau eru reyndar kvöldsvæf, en það er í lagi, því samfélagið gerir ráð fyrir því að það sé þögn á kvöldin! Það er meira að segja lög og reglur sem kveða á um að það eigi að vera friður og ró í t.d. fjölbýlishúsum eftir kl 23.oo! Ég nefnilega uppgötvaði að það er verið að traðka á mínum rétti til að vera "B" manneskja þegar ég er vakin af einhverjum fjandans götusópara kl 6-7 að morgni(ath.nóttu hjá mér) og svo koma ruslakarlarnir kl 7 með sinn hávaða. Engin lög né reglur sem kveða á um að vernda mína hvíld.
Jæja, ég er allavega búin að reyna í rúm 20 ár og ég bara get ekki breytt þessu þrátt fyrir ágætan sjálfsaga. Þarf ég í alvörunni að reyna í 20 ár í viðbót? Erum við hérna "B" megin svona miklu færri?



Já og By the way= alls ekkert barn komið enn. Það fá allir sms þegar að því kemur :)

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Fjúkket, ég var farin að halda að það væri eitthvað að mér. Hef alltaf haldið fram að venjulegs fólks kl. 8 sé mitt kl. 10. Hélt alltaf að þetta myndi eldast af mér, en nei...enn sama óréttláta helvítið að hlunkast í vinnu um hánótt. Takk Ingveldur, fyrir að benda mér á að við tilheyrum einungis minnihlutahópi (B) en erum ekki bara óbærilega latar. Eru ekki einhverjir fundir sem við getum sótt til að fá smá meðaumkun frá fellow sleepovers...

júlí 10, 2007  
Anonymous Nafnlaus said...

Mér hefur alltaf fundist gott að byrja daginn um 10, en það er ómögulegt þegar krílin vaxa úr grasi! ég er A manneskja hvort sem mér líkar betur eða verr...
Fjóla

júlí 10, 2007  
Anonymous Nafnlaus said...

það ætti að stofna samtök, engin spurning! svefn fram að hádegi er það besta í heimi og hefur alltaf verið frá því ég man eftir mér!

júlí 10, 2007  
Blogger QueenK said...

ok nenniru ad muna ad senda mér líka sms tegar barnid er á leidinni... er svo hrædd um ad tú gleymir mér...

júlí 11, 2007  
Blogger ingveldur said...

já við skulum stofna samtök og halda svo skrúðgöngu með lúðrasveit og öllu, sem byrjar ekkert fyrr en A-fólkið er farið að sofa...hehehehe

júlí 12, 2007  
Blogger QueenK said...

símanúmerid mitt er +45 266 82 566... gangi tér vel elskan

júlí 13, 2007  
Anonymous Nafnlaus said...

ohhh ég er svo mikil Bé manneskja! Er reyndar mjög heppin að ég hef í þónokkurn tíma getað lifað þannig án þess að það bitni á skóla eða vinnu, en ég er alveg sammála því að samfélagið er ekki með mér í liði.

júlí 17, 2007  

Skrifa ummæli

<< Home