sunnudagur, ágúst 17, 2003

Rafmagnsleysið í Bandaríkjunum hefur kennt mér margt.
Þegar rafmagnið fer af hjá okkur "nútíma" fólki þá hrynjum við niður eins og dauðar rækjur, beint á malbikið. Getum hvorki hreyft lið né lim. Notum Café Laté einnota "takeaway" bollana okkar sem höfuðstuðning og förum svo að gráta þegar gemsinn okkar verður batteríslaus og að það er EKKI HÆGT AÐ HLAÐA. Klósettin eru troðfull að hlandi og skít því vatnsdælan gengur fyrir rafmagni, öll þjófavarnakerfi eru óvirk og ekki ljósglæta þegar myrkva tekur...aaaaaaaaaaaaaaahhhhhh....aaaahhahahahahaha
Þetta er ógeðslega fyndið.
Þó að ég sitji hér með fartölvuna, að hlaða gemsann,með góða tónlist, að sjóða kartöflur, í ljósinu frá ljósaperunni minni þá væri ég meira en til í að fá almennilegt rafmagnsleysi hérna á Íslandi, í svona u.þ.b viku. Því þá myndi ég alltíeinu (þegar batteríið í fartölvunni og gemsanum er tómt) neyðast til að líta upp og tala við nágrannann, horfa í augun á fólki og bara ganga úti með kerti (og það er logn), allir verða nánir vinir, kurteis og brosa, bera virðingu, hjálpa...(bílarnir virka heldur ekki í rafmagnslausu dagdraumaveröld Ingveldar). Nei ekkert virkar nema mannskepnan sjálf, þurfum ekki einusinni að pæla í öðru....í eina viku...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home