föstudagur, október 17, 2003

ég var semsagt að taka eftir því að það eru 1, 2, 3...öööhh margir dagar síðan ég skrifaði eitthvað síðast. Ég er líka með helvíti góða afsökun fyrir því, ekki það samt að ég þurfi að afsaka mig fyrir það, því ég hef nefnilega tekið eftir því að sumt fólk afsakar sig fram úr hófi eins og það þurfi afsökun fyrir því að vera til, en já allavega þá á ég ekki tölvu, né sjónvarp, né geislaspilara, né bíl. Þetta einfalda og ótruflandi líf hefur kallað fram ótrúlegustu hugmynda og hugsana, þannig að það er alltaf nóg að gera. Get tildæmis skrifað bréf á bréfsefni, bréfsefni sem ég bý til sjálf, gengið rólega niðrí bæ til að kaupa liti og umslög, gert þetta allt bara í öfugri röð. Var að lesa bloggið hennar Þórhildar og ætla að reyna að koma með eins marga punkta um mig og ég get pungað út
1.heiti Ingveldur, fædd 11. september ´81 í Reykjavík
2.er miðjubarn
3.varð samt slys
4.átti 32 pennavini sem krakki
5.veit ekki hvernig mér tókst það
6.er búin að flytja 15x
7.var alltaf með mjÖg sítt hár
8.fór fyrst á hárgreiðslustofu 19 ára gömul
9.hef aldrei verið flughrædd
10.fæddist feministi
11.ókunnugt fólk segir furðuoft við mig "brostu meira"
12.er búddhisti
13.dansa jazzballett
14.reyni að stunda jóga og hugleiðslu
15.það er ekkert smá erfitt samt
16.á létt með að kynnast nýju fólki
17.hef frábært formskyn
18.hef ekkert tímaskyn
19.get talað við ketti
20.og þeir við mig
21.drekk ekki áfengi
22.er súkkulaðisti
23.hef áhuga á fólki almennt
24.sérstaklega hegðun þeirra og viðbrögð
25.fyrir utan ketti eru köngulær snilld
26.þær éta pöddurnar
27.þoli ekki hvíta bíla, oj
28.er hrædd við peninga
29.tel mig ágæta draumaráðningakonu
30.shit er bara komin upp í 30
31.held því fram að talan 4 elti mig
32.hef fengið að heyra að ég sé svolítið spes
33.á það til að taka ekki eftir augljósum hlutum
34.eins og tildæmis eyrum
35.finnst ekki bara gott að sofa
36.heldur líka gaman
37.á ekki til að segja frá leyndarmálum
38.heldur gleyma þeim
39.hef ekki ferðast langt
40.heldur oft
41.borða alltaf hafragraut á morgnana
42.get sett mig í spor annarra
43.er gömul sál
44.verð að sjá og upplifa hluti
45.ekki heyra um þá
46.popp og kók er skapað fyrir hvortannað
47.á það til að sofa yfir mig
48.skil ekki margt fólk
49.hvað þá sjálfa mig
50.væri til í að fara á sálarflakk
51.fékk útskýringu á orðinu graður/gröð 16 ára gömul
52.tel mig því ekki vera sannan íslending
53.hef búið í Svíþjóð
54.hef búið í Noregi
55.já ég er læknabarn
56.á bágt með að trúa enskumælandi fólki
57.hata djúpu laugina, oj
58.fíla rigningu
59.er með stórar hendur miðað við kvenveru
60.ill reynsla: svangt fólk er skapvont
61.á kærasta
62.annars ætti ég 9 ketti
63.hef meiraaðsegja búið á Grundarfirði
64.get ekki hugsað mér að vinna á ellliheimili
65.hef fengið magasár
66.á gífurlegt magn af töskum
67.kann ekki að elda
68.held að ég muni aldrei læra það
69.já! er komin alla leið upp í 69!
70.er frábær ökukona
71.legg í stæði eins og ekkert sé
72.hef farið í skóla á Kanaríeyjum
73.þar voru fyrstu frumbyggjarnir hvítir með blá augu
74.Kanaríeyjarnar eru við hliðina á Sahara
75.merkilegt
76.þoli ekki fótbolta og allt sem við kemur honum
77.s.s. að ræða um hann, hvað er það???
78.langar ekki til Bandaríkjanna, oj
79.segi brók, ekki nærbrók
80.segi pylsa en ekki p(bíííííb)lsa
81.er komin með hausverk yfir að hanga yfir þessari tölvu
82.uppáhaldsmaturinn er frönsk lauksúpa
83.uppáhaldshljómsveitin náttúrulega The Proclaimers
84.enginn uppáhaldslitur
85.það breytist eftir útgeislun árunnar
86.hef ekki fengið martröð
87.það er of unaðslegt að sofa
88.á ótrúlega góðar vinkonur
89.svo þolinmóðar og skilningsríkar
90.á sama plani og ég
91.fæ jafn mikið út úr því að skapa hluti og að eyða þeim
92.get skrifað spegilmynd
93.það er hinsvegar ekki hægt með tölvubókstöfum
94.hef marga góða hæfileika
95.eins og að ýkja allt
96.og er með mikla tilfinningagreind
97.meiraaðsegja svo mikla að ég veit hvað það er
98.er menntasnobb
99.menntasnobb kemur bókalestri ekkert við
100.er hissa á að hafa nennt þessu

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home