mánudagur, febrúar 02, 2004

Ég þarf að berjast til að fá rétt útborgað um mánaðarmótin, SAMT vinn ég hjá stóru fyrirtæki og SAMT er ég í Verzlunarfélagi Reykjavíkur, en ekki í einhverri vafasamri svartri vinnu "einhversstaðar". Ef ég verð veik og læt að sjálfsögðu vita, þá fæ ég það "úps óvart" ekki borgað, ef ég verð að vinna lengur en mínar 9 klst þegar það er brjálað að gera, þá er það líka "úps óvart" leiðrétt eftirá niður í mínar venjulegu 9 klst eða helst bara 8 klst fyrst þau eru nú byrjuð að rugla í stimpilklukkunni. Það versta er að þau komast upp með þetta, því við litlu starfsmennirnir fáum launaseðilinn heim en ekki stimpilklukkublaðið sem þau eru að krukka í fyrir mánaðarmótin, og þar sést ALLT. Ég er hinsvegar ein af fáum sem vil endilega fá að skoða þetta blað, sem er alveg sjálfsagt hefði ég haldið, en NEI, þá er það bara heljarinnar vesen og bið og bull. Yfirmennirnir leyfa sér að segja "ég kann ekki að prenta þetta út", " ég má ekki prenta það út, bara XXXXX má það", "XXXXX er í fríi núna, verður að bíða" svo næ ég í skottið á XXXXX og hann segir "talaðu við mig á morgun"!!!!!
En í dag hlaut ég sigur, ég náði XXXXX inná skrifstofu og bað um að fá síðustu 3 mánuði prentaða út, þá var litið grunsamlega á mig, svona eins og ég ætlaði nú að fara að skoða tímana mína...hummmm

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home