föstudagur, apríl 09, 2004

Föstudagurinn langi-vonandi verður hann lengri
LJÚFT!!!!! Er loksins flutt í 101, One O One.
Alveg hreint ljómandi yndislega ágjætlega frábært. Afhverju býr fólk annarsstaðar? Erum búin að vera að flytja á fullu í heila 6 daga og við erum ekki enn búin að ná að pakka öllu draslinu okkar niður. Maður á endalaust dót. Ég er búin að henda mörgum ruslapokum af drasli og mig langar svo innilega ekki í meira smádót, hingað og ekki lengra. Er búin að fá ÓGEÐ Á HLUTUM.
Ég hef aldrei fengið jafn mörg og jafn stór páskaegg og ég hef fengið núna í ár, mmmmmmmmm þetta verða góðir páskar. Páskaegg eru líka í lagi, það er hægt að éta þau, og þá hverfa þau, en liggja ekki að eilífu oppí hillu og bögga mann næst þegar maður þarf að flytja... Hef samt ekki gleymt tilgangi páskanna og í tilefni dagsins þá fer ég kannski á Passion of Christ sem er víst ein ofbeldisfyllsta mynd sem hefur verið gerð og sýnd á hvíta tjaldinu, spennó.
Gleðilega páska og borðið yfir ykkur en ekki æla því út aftur, þökkum frekar Guði fyrir að fá eitthvað að borða á hverjum einasta degi.