fimmtudagur, júní 23, 2005

EINU SINNI VAR...

lítill Grasasni sem bjó langt langt í burtu. Grasasninn var óvenju heimskur miðað við hin dýrin sem bjuggu í kring. Ekkert af hinum dýrunum vildu vera vinir hans því hann var öðruvísi. Meira að segja hinir asnarnir vildu ekki vera vinir hans því allt sem hann sagði og gerði var vitlaust á vitlausum tíma. Grasasninn var því mest einmana grasasni í heimi og eyddi öllum sínum dögum í að hugsa um hvað hann gæti gert til að breyta sér.
Einn sólríkann veðurdag tók Grasasninn sig á og ákvað að finna sér vinnu. Þetta hafði hann aldrei hugsað útí fyrr þrátt fyrir að vera kominn á fullorðinsaldur. Hann hugsaði sig lengi og vel um hvað hann vildi verða og sagði svo við sjálfan sig..."þetta mun sko gera mig að alvöru dýri, ég er sko enginn asni" Tveim vikum seinna annann sólríkan sumardag tölti hann í átt að fjallinu mikla. Þar voru miklar og myndarlegar skíðalyftur. "Ég ætla sko að verða mesti og besti skíðalyftugrasasni í heimi!!", hugsaði hann. Það var ekki fyrr en þegar hann var kominn alveg að lyftunum að hann sá að það var enginn snjór í fjallinu. Jahá svo heimskur var hann.
Alveg miður sín rölti hann tilbaka, brjótandi heilann um hvað hann gæti nú orðið í staðinn..."hvað...hvað...hvað?"!!!
Eftir ofboðslega mörg og erfið ár þegar var hann búinn að reyna að verða garðyrkjufræðingur, prestur, bakari, járnsmiður, lestarstjóri og söngvari, gekk EKKERT af því upp því hann gat hvorki mokað né talað né bakað né smíðað né stjórnað né sungið.
Eftir alla þessa heimsku gerðist svolítið merkilegt. Þá rann upp fyrir honum eitt. Eitt sem skiptir svo miklu máli. Eitt sem meira að segja heimskasti Grasasninn gat fattað. Hann fattaði loks að hann var fyrst og fremst, (eða eiginlega bara) GRASASNI. Augnablikið sem það rann upp fyrir honum fann hann sinn stað á túninu hjá hinum grasösnunum og lifði hamingjusamlega til æviloka.

Þar sem honum var alltaf ætlað að vera.