laugardagur, mars 31, 2007

Arshatið sauMA !!!!

Tóturnar voru fyllstar, þó aðallega Tótan, hehehehe :D

STÓRU og myndarlegu bumburnar ;)

litlu og....

...nettu bumburnar

Valla tilkynnti sína óléttu líka, þannig að núna erum við allar óléttar, já jahérna hér þetta er smitandi!


Þetta var semsagt mjög fróðleg árshátíð, eða þ.e.a.s frjósöm. Ég þakka kærlega fyrir mig og ætla að passa næst þegar hinar óléttu stelpurnar fara úr partýinu að forða mér hið snarasta líka, því annars lendir maður í því að keyra mjög svo fullar píur hizt og her kl.3 að nóttu til....;)

Ég þakka Eyrúnu sérstaklega fyrir matinn.
Tótu fyrir að vera svona ótrúlega fyndin full.
Evu fyrir að vera svona ótrúlega fyndin edrú.
Helgu fyrir hreint loft, náttúru og húsnæði í höllinni sinni.
Rebekku fyrir að vera orðin mest successful og efnaðasti sauMA meðlimurinn.
Þórhildi minni fyrir styrkjandi legslímuteið :)
Þórhildi Gísla fyrir að hafa ekki farið í strákapartýið.
Kötu fyrir mest GLAMÚR kjólinn.
Berglindi fyrir að vera konfekt fyrir augun.
Kollu fyrir að vera samferða mér í þessu.
Elsku Völlu fyrir að heiðra okkur með nærveru sinni hér í Reykjavík og tilkynna að enn of aftur ætlar hún að verða ofurmamma:)
Og Hlíf fyrir að vera hún sjálf.

Kyss KYSS kyss KYSS *******

fimmtudagur, mars 29, 2007

Krukk

Fólk með PC er búið að kvarta yfir að sjá ekki síðuna mína almennilega, þannig að ég fór að krukka eitthvað í templatinu mínu, og afraksturinn er þessi. Miklu verri semsagt, allavega á makkanum mínum, veit ekki með ykkur og PC-ana....
Nenni ekki að krukka meira, þetta er örugglega skárra í bili... :)
Sjáumst á árshátíðinni í kvöld stelpur!!!

sunnudagur, mars 25, 2007

Jakvæðnin i hamarki :)

Meðganga er stórfurðulegt fyrirbæri.
Í fyrsta lagi virðist ekki mega tala neikvætt um hana...ekki opinberlega allavega...
Ég verð samt seint kölluð neikvæð! Hinsvegar get ég verið raunsæ, og það er oft þunn lína þar á milli.
Þó að það eru kannski ekki margir þarna úti sem hafa hugmynd um hvað ég er að tala um (þar sem margir þeirra eru karlkyns og langflestar vinkonur mínar hafa ekki upplifað meðgöngu ENNÞÁ) þá langar mig til að tjá mig raunsæislega um meðgöngu.
Meðganga er furðuleg því að hún er sársauki, nánast á hverjum degi, allann daginn. Ekki mjög slæmur sársauki. En það er hægt að ímynda sér að eitthvað sé að taka allt pláss frá innyflum þínum, ýta þeim til hliðar, kremja þau og svo inn á milli er verið að sparka í þau.
Svo er það teyging og strekking, ekki bara á húðinni heldur líka á öllum festingum og liðböndum inní þér, svo ekki sé minnst á magavöðvunum sem gliðna, það er ekki þægilegt. Stækkunin á leginu verður svo mikil að þegar það er búið að ýta frá þvagblöðrunni, nýrunum, lifrinni, þrengja að lungunum, maganum og öllum þörmunum, þá og bara þá, byrjar bumban að stækka, því að þá er ekki meira pláss inní manni, heldur þarf að vaxa út líka. Núna er þetta allt rétt að byrja....eða það finnst öðrum því að þá sést eitthvað á manni. Maður á semsagt eftir að stækka miklu, miklu meira.
Við aðeins hálfnaða meðgöngu er mjög eðlilegt að þyngjast um 7 kg. Þá geta sumir hugsað "7kg! Ekki er barnið 7kg við hálfnaða meðgöngu?!?!". Nei, en barnið, vatnið, fylgjan og 1 l af aukablóði í líkamanum ansi þungt. Og þá finnur maður fyrir ótrúlegri þreytu í fótunum. Maður verður álíka móður og stórreykingarmanneskja vegna plássleysi lungnanna. Magasýrurnar gutla upp í vélindanu vegna plássleysi magans og meltinginn stíflast, ekki bara vegna þess að það er þrengt að öllum þörmum, heldur líka vegna þess að líkaminn hægir viljandi á allri fæðu til að ná sem mestri næringu.

Alla mína ævi hefur mér beint og óbeint verið kennt að sársauki sé óeðlilegur og vísbending um að eitthvað sé að. Núna er mér sagt að sársauki sé fullkomlega eðlilegur og partur af eðlilegri meðgöngu. Að ég eigi að fagna honum og bjóða honum velkominn, að hann segi mér að allt sé í lagi.
# Í meðgöngu á semsagt ekki einungis að breytast líkamlega heldur líka andlega #
Gjörbreyta ímynd sinni á sársauka.

Í þessum litla pistli tók ég ekki með þreytuna, ógleðina ,svefnleysið, grindargliðnunina (ekki hjá öllum samt),aukins hjartslátts, höfuðverksins, svimans og já hryllingstilugsunina um fæðinguna... því þá hefði þetta orðið alltof langt blogg. En allt er þetta semsagt fullkomlega eðlilegur partur af fullkomlega eðlilegri meðgöngu:)

Ég get líka sagt að fá að ganga með barn séu forréttindi, því það er það. Í meðgöngunni hef ég séð það besta í sjálfri mér og öðru fólki. Ég hef kynnst sterkari mér og umburðarlindari öðrum. Að það sé GEGGJAÐ að finna eitthvað sem maður á, inní sér. Og ég sé spennt að fá að sjá og kynnast þeirri litlu manneskju þegar að því kemur. Og mér líður rosalega vel.
Þetta allt er líka alveg satt :)

Hér sést afraksturinn af helmingsmeðgöngu.

laugardagur, mars 10, 2007

Öfgar

Að vera öfgafullur er ekki töff í dag.
Þessvegna pirrar það mig þegar það er verið að segja að stelpan framan á Smáralindar blaðinu sé "eins og lítil hóra að beygja sig niður tilbúin til að taka sig aftan frá".
Bíddu afsakið...
...hvaða viðbjóðslega pervert sér svona klám í hverju horni?
Jú, það er ein af systrum mínum í feminístaflokknum.
Mér finnst það leiðinlegt, að ein af mínum skoðanasystrum sé að segja svona um þessa mynd. Eða réttara sagt, um þessa ungu fyrirsætu. Það svertir feministaflokkinn allann. Og svona öfgar eru að verða ansi algengir. Mjög leiðinlegt, því það ýtir manni fjær þessum annars góða flokki.
Þessi Smáralindar bæklingur er reyndar í heild sinni vandræðalegur og niðurlægjandi=fyrir ferminguna sjálfa.
Á forsíðunni er þessi umtalda mynd sem einhver ósmekklegur stílisti og ólistrænn ljósmyndari stilltu upp. Ég meina: tugir pastelllitaðra tuskudýra stillt upp í kring um unga selpu í snípstuttum kjól, hnésokkum og lökkuðum háæluðum skóm að beygja sig niður einhverra hluta vegna....
..ok...
...inní blaðinu er náttúrulega bara verið að auglýsa mjög dýrar vörur sem gefa á krökkum í gjöf ef þau ákveða að játa kristinni trú...
...ok...
...svo er stjörnuspá inní blaðinu þar sem hvert stjörnumerki er tekið fyrir og þar að auki bent á hvað hver í hverju stjörnumerki þarf að kaupa(í Smáralind..) Dæmi "Meyjan á að dekra duglega við sig eða láta aðra um það og splæsa í demanta eða aðra eðalsteina" svo er auglýsing frá Carat og Meba og myndir af fallegum skartgripum fyrir neðan. "Bogamaðurinn á að passa að fá sér góðan morgunmat til að taka á móti hverjum degi fullur af orku" svo stendur Hagkaup og mynd af Sol Gryn, Kellogg´s special K og Weetabix...
...ok...
...svo er auðvitað lögð gríðarleg áhersla á húð, fatnað, förðun, skó, neglur og hár, brúnkumeðferðir o.fl. Þ.e.a.s. hið eftirsótta dúkkulísu útlit, sem afar fáir hafa á þessum aldri, hehehe.

Jæja, nóg um þetta. Mér finnst bara drulluskítt þegar það er verið að kalla þessa ungu stúlku "hóru" því hún er það alls ekki! Og það þarf alltaf að vera að draga fram hvernig stelpur líta út og hvernig þær beygja sig og hvernig þær opna munninn og hvernig þær eru klæddar! Frelsið minnkar bara við það og það er akkúrat öfugt við takmarki feministaflokksins! Eða það hefði ég allavega haldið, svona sem feministi sjálf.

fimmtudagur, mars 01, 2007

Aulahrollur auglysinganna

Hvað er að gerast á Íslenska auglýsingamarkaðnum???!! Það er orðin einhver slæm tíska í útvarpinu að auglýsa fyrirtæki með leiðinlegum samtölum tveggja einstaklinga. Þetta byrjaði allt í sjónvarpi með dömubinda auglýsingunum :
Kona1 : oh ég er á blæðingum
Kona2: elskan mín, hefuru ekki prófað nýja og þurra Libresse active wings? Það er allt annað líf hjá mér!
Kona1: vá, takk, ég er svo miklu öruggari núna
Þulur: Libresse active wings. Þurrara, öruggara, fyrir þig.
Kona1: Nú get ég verið í hvíta pilsinu mínu án þess að hafa áhyggjur!

jújú, alltílagi að hafa svona viðbjóð einstaka sinnum í sjónvarpsauglýsingum. En að þurfa á hlusta á hverja einustu auglýsingu í útvarpinu er óviðunandi! Dekkjaverkstæðin eru dugleg að auglýsa svona ósmekklega og fatabúðir líka. Svo eru þetta svo löng samtöl, það hlýtur að vera dýrt.
Norrænu auglýsingin hefur þó kjánahrolls-vinningin. Hún er einhvernvegin svona:
Konan: "eftir að hafa siglt með Norrænu varð karlinn minn svo afslappaður því við höfðum svo mikið pláss og blablabla(endalaus ræða)...að hann er eins og allt annar maður."
Karlinn: (með mjög vangefni röddu) "Bull kona! Þetta er ég".

Þessi eina auglýsing er svo slæm að oftast slekk ég á útvarpinu (örugglega eitthvað sem útvarpsstöðin vill ekki) og það síðasta sem kemur upp í hugann næst þegar ég ætla að ferðast = er að fara með Norrænu, bara ekki séns!