mánudagur, desember 19, 2005

TIPISK BLAÐAMENNSKA

Rakst á yfirsögn í norska dagblaðinu Verdens Gang, þar stóð stórum stöfum "NORSKAR KONUR FÆÐA MEST OG VINNA MEST" svo stóð undir "Norskar konur geta allt! Könnun sýnir að norskar konur eru á toppnum í heiminum hvað varðar vinnu og fjölda barna." Svo þegar maður les alla greinina stendur " í Noregi vinna fleiri en 76% kvenna sem eru á barneignaraldri, til samanburðar má nefna að á Írlandi er talan 53%. Prósentuhlutfallið er svo enn hærra hjá smábarnamæðrum á atvinnumarkaðnum!" En neðst stendur að sjálfsögðu "Aðeins á Íslandi er hlutfall kvenna á barnseignaraldri á atvinnumarkaðnum hærra en í Noregi. Þar fæðast einnig fleiri börn hlutfallslega."

hmmmmm....hvernig væri að segja stundum rétt frá...

Partýið hjá Rebbu var ákaflega fjörugt, ég ætla að nota daginn til að hlaða inn nokkrum myndum til sýningar...(margar þeirra eru ekki hæfar öllum og verða því ekki til sýnis).

þriðjudagur, desember 06, 2005

En þeir sniðugir!!

Mig langaði til að bæta í umræðu Berglindar og Kötu, sem vinna á Grund, um kjör aldraða...að hið hræðilega ástand á ekki eftir að batna mikið á meðan þeir sem geta breytt þessu (alþingismennirnir) eru ekki aðeins með með himinháan launaseðil heldur líka feitan lífeyri sem þeir hafa sjálfir tryggt sér í ellinni( og geta svo hækkað aftur ef þeim sýnist). Þeir þurfa því ekki að hafa neinar áhyggjur af ellinni eins og aðrir.
Já svona fer það þegar hinn almenni borgari kýs menn í stjórn sem hugsa fyrst og fremst um sitt eigið rassgat, rassgöt fjölskyldna sinna, rassgöt ættingja sinna, rassgöt vina sinna og hætta svo þar og gleyma öllum hinum rassgötunum sem kaus þá á þing og borga þeim laun með því að vinna af sér rassgötin í skítavinnum....það er kannski vandamálið...hinn almenni vinnumaður hefur ekkert rassgat lengur fyrir þá til að sleikja. Stjórnarformenn, fyrirtækjaeigendur, olíuforstjórar og fleiri soramenn hafa hinsvegar mjög skítug rassgöt sem ríkisstjórnin getur sleikt daginn út og inn og fær ekki nóg af! ! ! ! ! ! ! ! ! ! ! ! ! ! ! ! ! ! ! ! !

laugardagur, desember 03, 2005

BHuhuhu!

Litli bróðir minn varð fyrir árás! Elsku kallinn var bara að fara að skila DVD í James Bönd, fótgangandi kl.níu á föstudagskvöldi, þegar þrír menn réðust á hann börðu hann, brutu nefið á hinum og tóku DVD DISKINN!!!!!!!!!!!! Nú vil ég flytja úr austurbænum og taka hann með mér! SKÍTAPAKK sem lemur góðann dreng fyrir einn lásí DVD disk! Þeir voru fullir og dópaðir.
En Ingvar bróðir er sem betur fer engin dramadrottning og var hinn hressasti eftir árásina... (ég hefði fríkað út...svona erum við nú ólík mannfólkið). Löggan kom og þetta verður kært.
Svo veit ég svosem ekkert hvert við ættum að flytja....er´etta ekki svona allstaðar?
Ég er samt alveg miður mín.