þriðjudagur, apríl 24, 2007

Ódyrt og gott - eins og það a að vera

Ég er svo ánægð. Ég fór í bakaríið í dag. Þetta bakarí er við hliðina á vinnunni minni og er besta bakarí á stórreykjavíkursvæðinu. Allavega, þar kem ég og kaupi snúð með helling af súkkulaðiglassúr á og litla ískalda léttmjólk. -148 kr-

Það er snilld! Þetta er enginn peningur! Namm!

Kannski er ég bara orðin svona vön því að fara á kaffihús og fá mér cappucino og croissant og borga 750 kr fyrir.

Það er okur! Piff! Hnuss!

laugardagur, apríl 21, 2007

Ég ætla að draga síðustu bloggfærslu tilbaka, því ég á YNDISLEGAR vinkonur sem hafa sko ekki yfirgefið mig. Síminn hefur ekki hætt að hringja eftir að ég opinberaði einmanaleikan minn. Svona getur bloggið hjálpað manni :) Jeij :D

föstudagur, apríl 13, 2007

Kvart, kvein og kerlingavæl.

Jah, svona eru kynin nú ólík. Eða eitthvað. Kannski er ég bara svona leiðinleg, en eftir að ég varð ólétt þá hef ég varla séð né heyrt í vinkonum/vinum mínum.
Hinsvegar er alveg öfugt farið hjá the father to be. Þar hrannast vinirnir upp í röðum eftir að fá að hitta hann og bjóða honum í hitt og þetta, pókerkvöld, bíó, mat o.fl. - þ.e.a.s. EFTIR að fréttist um óléttuna mína.
Sem sagt þveröfug áhrif.
Ég get nú ekki sagt að ég sé búin að vera að sækjast mikið í félagsskap, en það hefur the father to be ekki heldur gert. Og það stoppar ekki vinina, þeir hringja og droppa við sem aldrei fyrr! Enda er hann mjög skemmtilegur, svo virðist hann verða skemmtilegri eftir að hann barnaði mig...(!)

Ég er eiginlega komin með áhyggjur af "systrum" mínum. Af því að ég er búin að vera spá í því hvað veldur þessu. Og það virðist vera að þær séu að gera svo ofboðslega mikið...(?) Of þreyttar...(?) Of uppteknar við vinnu og lærdóm...(?) Ég set náttúrulega spurningamerki við þetta allt því ég hef bara ekki hugmynd um það, það virkar samt svoleiðis á mig. Allavega þær sem ég hef heyrt eitthvað í, þær eru að drukkna í vinnu og skyldustörfum. Eða kannski er ég bara svona leiðinleg eins og fyrr segir. Því þær mega sko ekki vera að því að hitta mig.
Svo til að toppa kvörtunina mína þá er ég búin að hlusta á besta vininn tala við föðurinn, og hann segjir "flott hjá þér, gott múv". Besta vinkona mín hefur sagt við mig "ég held að þú munir ekki vinna aftur eftir að þú eignist barn, þú verður svona ALLTAF HEIMA".
Skrítin og mismunandi skilaboð, svona miðað við í hvaða landi við búum í og á hvaða tíma.

Svo getur þetta allt verið hrein ímyndun.
Tómt þvaður og kvart.
Svona "kerlingavæl"....

mánudagur, apríl 09, 2007

Hvalurinn er mættur

Á blogginu hjá Víkingi er falleg lítil saga. Gott að lesa á svona heilögum degi. http://vikingurkr.blog.is/blog/vikingurkr/
Er það bara ég sem get það ekki eða er ekki hægt að commenta hjá þeim sem eru með mbl.blogg? Ógeðslega pirrandi - þið sem eruð með þannig blogg - endilega breyta því.......!

Jæja, ég er bara búin með 3 páskaegg, aðeins tvö eftir! Mmmmmmmm...

fimmtudagur, apríl 05, 2007

Myndir og aftur Myndir

Ég geri semsagt ráð fyrir því að þið séuð EKKI búin að fá nóg af bumbumyndum... þannig að ég er búin að setja inn nýjan link hérna til hliðar merktann BUMBUMYNDIR. Það þarf reyndar lykilorð inná þessa síðu - vegna nektar.... talið bara við mig á mailinu mínu eða eitthvað.

Annars er það að frétta að ég hef það bara gott núna, það er nefnilega komið páskafrí. Ég elska frí. Það þýðir svefn. Ég elska svefn.

Æi, ég hef ekkert að segja núna.