föstudagur, september 03, 2004

HAHAHA, skólinn minn byrjar ekki fyrr en í miðri næstu viku, mmmúúúhahahaha.
Þó að ég hafi einhvernveginn alltaf hlakkað til að byrja í skólanum að hausti til þá hefur sú tilfinning ekki komið enn. Hún er meira eins og að byrja í skólanum aftur eftir jólafrí og það er ekki jafn mikið thrill.
Haustið er samt minn tími. Ég hef einhverja aukaorku frá enda ágúst til miðjann október, ef hún endist það lengi. Þá er ég sterkust og get allt. Bæði andlega og líkamlega þróttmikil. Þá er alltíeinu ekkert mál að vakna snemma og koma hlutum í verk sem hafa beðið í tæpt ár, eins og t.d. að flísaleggja og mála skóskápinn. Kannski er þetta af því að ég er fædd í miðjum september. Eru þá allir orkumestir í sínum fæðingarmánuði? SEGÐU ÞÍNA SKOÐUN(ef þú hefur myndað þér hana).

3 Comments:

Blogger Ms. Berger said...

þýðir það að ég sé orkumest í desember! Þannig að ef að MA hefði verið með próf í desember eins og aðrir hefði ég að öllum líkindum dúxað og væri forseti núna.. en í staðin hef ég líklega nýtt mína aukaorku til áts og jólasukks.. svei!
Ætla að færa ammlið mitt í annan mánuð..

september 06, 2004  
Blogger Tóta said...

Ég er fædd í apríl og ég er sko orkumest á vorin. hef einmitt lengi verið með þá kenningu í gangi að það sé af því ég er fædd að vori.

Hvað meinarðu samt með að flisaleggja skóskápinn?

september 08, 2004  
Blogger ingveldur said...

....flísaleggja(baðherbergið) OG mála skóskápinn :)

Ms.Berger, þú ert nú þegar gáfaðari enn forsetinn, en gott að sjá að fólk finni þetta líka. Svo er líka talað um að ef maður fer í litgreiningu þá virðist fólk sem fæðist að hausti til klæðast haustlitunum best, fólk sem fæðist að vetri til klæðast vetrarlitunum...u.s.w...
Þannig að Berger: kaldir litir, túrkís, ljósblátt, hvítt og svart, jafnvel dökkblátt.
Og Ta"ta(?): vorin eru litrík og fersk, velja mikla kontrasta, eins og t.d. dökkbrúnt og skærbleikt saman.
Passar þetta ekki? Það passar allavega við mig, haustlitirnir þ.e.a.s.

september 10, 2004  

Skrifa ummæli

<< Home