föstudagur, mars 03, 2006

Ísland er isbuð..ja og öll önnur lönd lika!

af hverju er alltaf einn trúður í bekknum, einn tossi, einn leiðtogi, eitt aðalfórnarlamb. Af hverju er alltaf einn í vinahópnum ekki alveg "in" eins og hinir og afhverju er alltaf einn svartur sauður í fjölskyldum. Hver ákveður hvort ein manneskja er meira virði en önnur? Afhverju í samböndum þarf einn að víkja fyrir hinum. Afhverju heldur stjórnarformaður að hann sé ómissanlegri í vinnunni en allir undirmenn hans? Er það af því að það er bara einn af honum en þúsundir undirmanna? Getur hvaða undirmaður sem er ekki gert það sama og hann? Af hverju heldur fólk áfram og áfram og áfram, bara af því að það kemst upp með það. Af hverju stoppar það ekki fyrr en það er stöðvað?
Eru sumir einfaldlega merkilegri en aðrir? Betri og sterkari? Ákveðnari og sjálfstæðari? Eru sumir verri en aðrir? Heimskari og aumingjalegri? Hallærislegri og óheppnari?

Einn daginn gekk ég framhjá Hlemmi og nam staðar því mér fannst ég heyra í þekktum alþingismönnum vera að spjalla saman um samfélagið og skipulagsmál borgarinnar. En svo voru þetta ekki þekktir alþingismenn heldur tveir sauðdrukknir rónar og sá þriðji greip margsinnis fram í þeim til að vera með í umræðunni. Þá sá ég það! Þessir menn voru ekkert öðruvísi en alþingismennirnir sem stjórna þessu landi! Þeir töluðu eins, notuðu sömu frasana í nákvæmlega sömu tónhæð, voru með svipaðar skoðanir,þeir litu meira að segja svipað út og voru á sama aldri. Ég gat ekki annað en ímyndað mér að ef þessir rónar hefðu VALDIÐ og fengu 800.000 þús á mánuði+ráðherrabíl+kokteilboð+opnanir+frumsýningar+utanlandsferðir í boði ríkisins+hótelherbergi+fjölbreytta ábyrgða vinnu myndu þeir pottþétt áorka jafn mikið og okkar núverandi alþingismenn.
Og að sjálfsögðu öfugt! Ef Halldór, Geir, Valgerður og fleiri hefðu ekkert nema Hlemm og smáaur þá....já...þið skiljið.
En það geta ekki allir verið við stjórn þó að ég haldi því fram að allir hafi hæfileikann til þess.
Hvaða fólk er þetta samt eiginlega sem er við stjórn? Hvernig virkar kerfið? Hver nær frama? Þessi spurning hefur ollið miklu heilabroti en ég hef komist að einni niðurstöðu, án þess að þekkja hvorki alþingismann né róna. En eini greinilegi munurinn sem ég sé þar er að (í þessu ákveðna tilviki) alþingisfólkið hlýtur að vera frekara, framapots þykistuþekkjarar, falskir, ráðríkir, uppátroðarar sem hefur líklega fengið gríðarlega mikinn stuðning frá maka, fjölskyldu og vinum til að ná svona stöðu.
Ég meina samfélagið er bara eins og einföld röð í ísbúðinni. Það er alltaf einhver fremst og alltaf einhver aftast. Það þarf einhver að selja ísinn og svo er hann borðaður af þeim sem komast að. Svo reynir alltaf einhver að pota sér fram, með allskonar afsökunum, og ég tala nú ekki um ef ef vinir og vandamenn væru með að hjálpa til við að ýta hinum frá...
og svo eru það þeir sem eru auðtrúa og feimnir sem hleypa þeim fram fyrir sig og röðin haggast ekki fyrir þá.
En það fólk er ekkert heimskara eða óheppnara þó það fái ekki ís! ! !
Hinsvegar eru þeir sem troða sér framfyrir og þeir sem hjálpa því við það sjálhverfar frekjur og dónar.
Samfélagið býður upp á að svoleiðis fólk stjórni landinu! Ekki bara Íslandi, heldur öllum löndum.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

frábær pistill! frábær pæling! það er útaf svona skrifum sem mér finnst gaman og gott að tékka reglulega á blogginu!

mars 05, 2006  
Blogger Berndsen said...

Ef jeg vissi ekki betur þá myndi jeg halda að þú hefðir áhuga á pólitík.

mars 06, 2006  
Blogger ingveldur said...

ég nenni bara að hafa áhuga á pólitík tvisvar á ári því það tekur svo mikla jákvæða orku frá mér.

mars 07, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home