sunnudagur, september 10, 2006

BÖRN

Já, ég verð nú að viðurkenna það að þetta er búin að vera viðburðarík vika hjá mér.
Ég fór tildæmis til atvinnurekenda minna og bað um 3 mánaða atvinnuviðtalið mitt, svona til að tala um framtíðina og launahækkun...það fór nú ekki betur en að ég mun bara vinna út september og svo ekki meir.

...andsk.....


en annars bara gott að frétta! ég er komin með myspace. Það er á myspace.com/ingveldur. Voða gaman. Ef einhver er þar líka sem les þetta, endilega bætið mig við vinasafnið :) :) :)
Svo fór ég á góða íslenska kvikmynd, adrei þessu vant! Myndin heitir BÖRN og er vel þess virði að sjá. Fersk mynd og æðisleg tónlist! Ég ætla að kaupa kvikmyndatónlistina þegar hún kemur út. Darri leikari leikur í þessari mynd og hann er kominn á heimsklassalistann yfir leikurum. Stundum eru myndir, og þá sérstaklega íslenskar kvikmyndir, tilgerðarlegar og kjánalega leiknar, allir kannast við "hvað ertu að hugsa stúlka?", "Má ekki bjóða þér kaffisopa nágranni góður?" setningar sem enginn segir í lifandi lífi og til að toppa kjánahrollinn þá eru þessar illa skrifuðu setningar sagðar eins skýrt og hátt og mögulegt er, eins og á leiksviði, nema þetta er bíómynd. Allavega....niðurstaðan er....íslenska kvikmyndin BÖRN er ekki svona. Það kom enginn kjánahrollur. Í staðinn fékk maður örvæntingu, spennu og egghvassann húmor. Loksins, segi ég nú bara. Ég var farin að halda að litla íslenska þjóðin gæti bara ekki framleitt bíómynd sem eitthvað bragð er af.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hei ég hef tekið í höndina á
Björk Guðmunds...reyndar var ég að gefa henni stimpil til að komast inn á músiktilraunir í hinu húsinu....geðveikt fræg sko!

september 10, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

takk fyrir góð orð um myndina okkar. word of mouth er besta auglýsingin :)

september 10, 2006  
Blogger ingveldur said...

já maður! Björk er gyðja í lifandi lífi og Darri er goð.!!!!

september 11, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home