fimmtudagur, apríl 27, 2006

Próflok

JÆJA! Hjúkk, er búin í munnlegu prófunum og fékk prýðiseinkunnir 8, 8, 9 og 8,5 þannig að þið ágjætu lesendur þurfið ekki að örvænta...JÁ ég skal smíða uppí ykkur nýjar tennur hvenær sem er...:D
Núna er ég í verklegu prófunum sem standa yfir til 17.maí OG ÞÁ ER ÉG BÚIIIIIIN! ...og þá verður sko partý.

Heyrðu, það var hún Unnur Birna...stolt okkar Íslendinga (á mjög afmörkuðu svæði samt). Hún er stórglæsileg og mjög sæt, enda vann hún Ungfrú Alheim. Ég held að það þurfi mikið til að vinna Ungfrú Reykjavík, Ungfrú Ísland og svo Ungfrú Alheim. Meira en BARA fegurð sem hún óneitanlega hefur, heldur líka sterkan persónuleika, kímigáfu, jákvæðni og hugrekki. Já, ég er 100% viss um að hún hafi þetta allt og mér þykir bara lúmskt vænt um hana þó að ég þekki hana ekki neitt. Þessvegna varð ég mjög leið þegar ég las bloggið hennar. Eftir að hafa fengið að skyggnast örlítið inn í þennan heim sem hún lifir í núna blasir við ljótur veruleiki. Unnur Birnan okkar er send hingað og þangað, án þess að vita afhverju og til hvers, til hverra og hvert. Hún fær bara tölvupóst með skilaboð um það að hún eigi að mæta til London í fyrramálið, svo þegar hún er komin þangað er henni sagt að hún sé að fara í stóra afmælisveislu um kvöldið...ekkert sagt hver á afmæli, nei, nei, það kemur henni ekkert við...hún á bara að mæta, vera sæt og skemmta þessum miðaldra, ríku karlmönnum sem henni er vísað á borð til. Svo á hún að dansa við þá og hlæja að bröndurum þeirra.
Þetta og margt annað svipað er hún búin að gera síðan hún vann Ungfrú Heim. Ætli hún hafi vitað að þetta yrði hlutverk hennar í 12 mánuði?? Að hún ætti að eyða ári af lífi sínu í að vita ekkert hvaða miðaldra ríku karlmenn "panti" hana í einkasamkvæmi til að skemmta öðrum miðaldra ríkum vinum sínum?!
Jújú, á blogginu hennar skrifar hún að "þetta sé nú spennandi líf, hittir Tom Jones og einhverja fótboltaliðseigendur og leikara og stjórnmálamenn og blablabla, að það sé mikið ævintýri að vita ekkert hvað morgundagurinn ber í skauti sér, að hún gæti jafnvel fengið tölvupóst um að mæta til Tokyo næsta dag, eða Florida, jeij gaman"!
Ég vona bara að hún haldi áfram að líta þetta svona björtum augum því að ég held að 12 mánuðir í svona firrtum veruleika getur skemmt fólk til lífstíðar og gæti jafnvel tekið sinn toll á sjálfstraustið.

4 Comments:

Blogger Tóta said...

Ég er alveg sammála. Finnst þetta hlutverk hennar frekar undarlegt og hef einmitt tekið eftir þessu á blogginu hennar og í viðtölum við hana. Ég hélt hún ætti að fara á fullt að sinna góðgerðarmálum en einhvern veginn held ég að hún sé frekar "notuð" sem eins konar puntudúkka og sýningargripur á samkomum fína og fræga fólksins. Hef alla vega á tilfinningunni að hún fái litlu ráðið um það sjálf hvert hún er send og hvað hún á að gera. Henni er þvælt fram og til baka og ég efast t.d. um að hún mætti upp á sitt einsdæmi ákveða að verða eftir einhverntímann þegar hún heimsækir fátæk börn í afríku til að eyða meiri tíma með þeim. Held það hljóti að vera skrítið fyrir íslenska stelpu að vera allt í einu komin í þennan heim og fá lítið að ráða sér sjálf - sem er synd því ég held að þarna sé klár stelpa á ferðinni sem kann ýmislegt annað fyrir sér en að brosa og vera sæt.

maí 01, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju med fínu fínu einkunnirnar tínar

maí 05, 2006  
Blogger ingveldur said...

TAKK! :) það er svo góð tilfinning að vera að klára eitthvað og geta byrjað að vinna loksins :D

maí 05, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Very best site. Keep working. Will return in the near future.
»

júlí 19, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home