fimmtudagur, ágúst 17, 2006

allt komið i lag!

Nú get ég loksins byrjað að blogga svolítið aftur. Bloggið mitt er búið að vera bilað heillengi. Það var greinilega bara í sumarfríi, sem er svosem ágjætt, maður á heldur ekkert að hanga í tölvunni um hásumar. Af því að bloggið bilaði...þá ákvað ég að stunda íslenska útiveru, og sé svo sannarlega ekki eftir því :) hér er skemmtileg mynd af Þórhildi, tekin uppi á hálendi, daginn eftir að við löbbuðum upp enda Þjórsárdalsins til að sjá Háafoss, þar skaðbrenndist hún af glampandi sólinni, sem var by the way allann tímann. ( Þið borgarbörn sem vogið ykkur að segja að það hafi ekki verið neitt sumar...farið þá einstöku sinnum út á land).


Já, allavega þá er lítið af mér að frétta nema að ég er að reyna að leysa lífsins gátu o. fl. Gangi mér vel með það.
Ég óska öllum alls hins besta með sitt litla líf þangað til næsta blogg kemur.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

alla vega gott að vita að þú ert á lífi gæskan. gleðilega rest af sumri.

ágúst 19, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Lífsmark hjá góðum bloggurum er gott að vita um , auðvitað á fullfrískt fólk ekki að liggja í tölvum og bloggi yfir hásumarið . Auk þess er það miklu verðugra verkefni að reyna leysa lífsins gátu úti í fagurri Íslenskri náttúru ( á meðan hún er en til ) og tek ég undir með þér að vonandi þokastu eitthvað áfram í þeirri viðleitni þinni . Kveðja frá nýjum lesanda . Valur Geisli Sunnudagsbloggari. http://my.opera.com/valur/blog

ágúst 22, 2006  
Blogger ingveldur said...

jeij, það er nú gaman að einhver lesi þetta :)

ágúst 22, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home