þriðjudagur, ágúst 22, 2006

Litli broðir i hættu staddur

Litli bróðir minn fór í útskriftarferðina sína með menntaskólanum ti Mallorca og það er svosum ekki frásögu færandi nema það að í þessari ferð...

...varð einni af stelpunum nauðgað inni á klósetti á skemmtistað af Spánverjum
... vaknaði einn strákurinn nakinn á strönd eftir að hafa drukkið einn drykk, hann telur að einhverju hafi verið laumað í drykkinn hans
...varð þessum sama strák neitað að fara inn á hótelið sitt því hann var nakinn og dyravörðurinn notaði ofbeldi til koma því til skila
... lenti annar strákur í því sama, nema hann vaknaði á ókunnugu hóteli
...voru áberandi dópsalar fyrir utan öll hótelin
...ákvað ein af stelpunum að poppa e pillur
...fékk hún sígarettu í augað á dansgólfinu
...endaði sama stelpan meðvitundarlaus á dansgólfi diskóteksins
...báru strákavinir hennar henni út úr diskótekinu
...barði löggan strákana, því hún hélt að þeir voru að fara að nauðga henni
...fannst smjörsýra í sjúkrahúsprófum sem tekin voru af stúlkunni og augað mun þurfa að jafna sig í u.þ.b 3 ár

Ég veit ekki um ykkur, en útskriftarferðin mín hérna forðum daga var ekki svona viðbjóðsleg!!!

jæja, nú varð ég að halda áfram að leysa lífsins gátu, alltaf verður hún erfiðari og erfiðari! So long until then!!!! :)
Já og TIL HAMINGJU með 25 ÁRA AFMÆLIÐ elsku Þórhildur mín, hvar sem þú ert í heiminum stödd! :*

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

jeminn eini, vonandi verður útskriftarferðin sem ég er að fara í eftir nokkra daga ekki svona!

ágúst 23, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

jeminn eini, vonandi verður útskriftarferðin sem ég er að fara í eftir nokkra daga ekki svona!

ágúst 23, 2006  
Blogger ingveldur said...

já, gvöð, heimurinn hefur nefnilega breyst ansi mikið á 6 árum!!! Gangi þér vel!!!

ágúst 23, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

hæ hæ bobby hér, Vildi minna þig á að á krít helltir þú leigubílstjóra blindfullann eftir að hann keyrði þig heim og sendir hann svo aftur út að vinna, skemmtilegt það.
Kveðja í bæinn frá oxford

september 05, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home