mánudagur, október 02, 2006

Legslimuflakk

Já, mig er farið að gruna ýmislegt eftir tvær helgar í röð...þar sem vantaði meira en helming sauMA stelpnanna í mínu afmæli OG í Fanneyar afmæli, tel ég það víst að a.m.k. ein af sauMA stelpunum er orðin ólétt. Líkurnar eru gríðarlegar. Spurning bara hver þeirra...spennó...

Jæja, ég er semsagt strax komin með aðra vinnu og er nú þegar byrjuð! Það er alltaf gaman að byrja í nýrri vinnu... eða ekki.... a.m.k. ekki hjá mér.
Ég er nefnilega svo heppin..eða ekki...
Eðlilegt fólk mætir sinn fyrsta dag í vinnuna, gefur gott first impression og fer heim að loknum vinnudegi...eða ekki...a.m.k. ekki ég.
Mér tókst að mæta í vinnuna hress og skemmtileg, vinna nokkur handtök, ganga svo dösuð að nýja yfirmanni mínum og sagt "ég held að það sé að líða yfir mig", hann segir hálfskelkaður "hvað er að?" , ég segi "ég er með legslímuflakk". Hver segir LEGSLÍMUFLAKK við mann sem var að ráða mann í vinnu og liggja svo hálfmeðvitundarlaus í stól slefandi og svitnandi???????

Já, fyrir ykkur þarna úti sem ekki vita um hvað ég er að tala, þá er legslímuflakk til. Það er viðbjóðslega sársaukafullt ferli á meðan blæðingum stendur hjá örfáum óheppnum stúlkum eins og mér. Í rauninni er þetta innvortis blæðingar og konur sem þekkja til hafa líst þessu sem "vondar hríðir nema ekkert barn kemur út". Og ef þetta gerist (sem betur fer ekki alltaf!!!) þá er ég með öllu óvinnufær, ósjálfbjarga og í svo miklum kvölum að fyrst þegar ég lenti í þessu hélt ég að ég væri að deyja og ég fékk áfallahjálp eftir það. Ég ætla ekki að koma með frekari útskýringar því þær eru bannaðar innan 18. Mér finnst bara leiðinlegt að þetta skuli hafa gerst á FYRSTA vinnudeginum mínum.

Jæja, þá er það bara að mæta hress og skemmtileg í vinnuna á morgun !!!! :D

8 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hehe ekki gaman,, einhver góður maður sagði eitt sinn fallið getur orðið að farheilindum..

október 02, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

oh men ég ætla svo rétt að vona það!!

október 03, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Veit það er ljótt að hlæja að óförum annarra en þú segir bara svo skemmtilega frá að ég gat ekki annað en skellt upp úr þegar ég las þetta.

Þú átt samt alla mína samúð

Já og ég er ekki ólétt þótt ég hafi skrópað í tveimur afmælum og feli mig í útlöndum þessa dagana ;)

kv. Tóta

október 03, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

ojojoj....greyis þú! en pældu, nú veistu hvernig það er að eignast barn og getur því ákveðið hvort það sé þess virði...

október 03, 2006  
Blogger Kata said...

jiminn... þið nýi vinnuveitandinn eigið eftir að hlæja dátt af þessu seinna meir, vona bara að hann hafi verið góður við þig!

október 03, 2006  
Blogger berglind said...

Já ég segi nú bara eins og Kata þið eigið eftir að hlægja að þessu seinna..En nú er kominn Fimmtudagur, gengur ekki bara vel í vinnunni?

október 05, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

ingveldur! þú ert snillingur!!!

október 07, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Jiiiii...

En hei! Ég kom í bæði afmælin, ástæða til að útiloka mig.
Það eru reyndar margar ástæður fyrir því að hægt sé að útiloka mig en jæja...

október 16, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home