Það er svo gaman að eiga bræður, þeir fá svo marga skemmtilega DVD diska í jólagjöf sem ég fæ ótakmarkaðann aðgang að, og svo fæ ég hinsvegar nytsamlega hluti sem mikil þörf var á hér á bæ. Ég er semsagt búin að liggja og horfa á frábærar myndir allt fríið.
-Sledge Hammer þættirnir, frábær húmor, mesta töffaralögga í heimi en svolítil karlremba. Karlrembur frá 9:unda áratugnum eru samt lúmskt fyndnar og kjánalegar því þær eru ekki vissar um hlutverk sitt í samfélaginu. Það sýndi sig vel þegar Sledge Hammer vildi ekki halda í hendina á öðrum karlmanni þegar hann og fleiri áttu að mynda hring, gretti sig og var með skrípalæti. Svo gerðu hinar löggurnar grín af honum eftirá. Þau sem horfðu ekki á þessa þætti þegar þau voru lítil verða án efa að stúdera þá núna. "Trust me, I know what I´m doing"
-Monthy Python myndirnar. Breskur eðalhúmor, need I say more. Alveg ógeðslega fyndnir. Sérstaklega Meaning of Life þegar feiti gaurinn, sem gubbaði allan tímann, sprakk á veitingahúsinu eftir að þjóninn bauð honum myntulauf í eftirrétt.
-Kill Bill I og II. Ég elska Umu Thurman og ég elska Quentin Tarantino fyrir að hafa skapað þessar persónur og fest þær á filmu í alltof góðri mynd. Kill Bill er ein af þessum myndum sem gerir lífið áhugaverðara og skemmtilegra.
-Indiana Jones safnið. Harrison Ford er sexý í þessu hlutverki og er að takast á við svo spennandi og ógeðslega hluti!
-Pink Panther safnið. Er ekki búin að horfa á þær allar ennþá...er að vinna í því. Líka alveg æðislega fyndnar!
ja þá er ég búin að telja upp flest það sem ég hef verið að glápa á. Ég ætla bara að þakka: Bræðrum mínum, Nóa Síríusi, Egils ölgerðina, stjörnupopp, Maarud, Vífilgelli, Sony og kærastanum mínum til styrktar þessa DVD-maraþons.
Já og
GLEÐILEGT ÁR!!!