föstudagur, mars 11, 2005

Ég þarf að fara að drekka mjólkina áður en hún rennur út. Jú, jú, ég er ein af þeim sem hafa hlaupið í Bónus eða Krónuna til að hamstra mjólk BARA af því að hún er ókeypis. Ég hef heyrt margar ljótar sögur af þessu tilboðsfári. Bónus úti á Nesi var víst svo útúrtroðið af miðaldra húsmæðrum sem tróðust og keyrðu á hvor aðra með kerrunum sínum því þær voru að flýta sér svo mikið að útsölustandinum og mjólkurkælinum. Þau fáu sem ætluðu bara að kaupa sitt litla eins og venjulega komust ekki að fyrir látunum og hröktust út án þess að hafa fengið það sem þau þurftu.
Ég lærði samt eitt, að það er hægt að frysta mjólk, auðvitað!!
Ég mæli með góðri skemmtun um helgina: danssýningin í Borgarleikhúsinu á morgun(laugard) kl 13:oo eða 15:oo. Aðeins 1500 kall. Stanslaus skemmtun, ljós, tónlist, fullt af krökkum að dansa á öllum aldri, mjög professionelt. Í Stóra Sal. Já og svo verð ég auðvitað að dansa þarna á fullu líka:)
Sjáumst!