sunnudagur, nóvember 27, 2005

LJOSKUR(INN)

Takk Eva María fyrir mjög vel heppnaða afmælisveislu. Ég skemmti mér alveg frábærlega allt kvöldið! Ég gleymdi hinsvegar að taka myndavélina með mér.... :(
Eva á aragrúa af skemmtilegum vinum og vandamönnum, einn gaur stóð samt upp úr því hann skeit svo gjörsamlega upp á bak, hehehe (ef þú lest þetta, góði gaur, þá máttu ekki taka þessu neitt illa. Þú hleyptir mér inn í hugsunarheim karlmanna sem ég þekkti ekki áður... og takk fyrir það). Allavega, til að gera langa sögu enn lengri þá var þessi gaur mjög bitur og talaði ekki um annað en hversu mikið hann hataði fólk sem væri hæfileikaríkara en hann sjálfur (viðurkenndi það þó) og svo fylltist alltíeinu staðurinn af platínuljóskum í bleikum bolum sem hlömmuðu sér í sófann okkar og tóku myndir af sjálfum sér. Þegar ég horfði á þær sá ég framtíðar lækna, lögfræðinga og viðskiptamenn Íslands (án gríns!) en gaurinn hvíslaði því að mér (upp úr þurru) að þetta væru nautheimskar ljóskur og hann ætlaði að sanna það fyrir mér. Hann hugsaði í svolitla stund og sagði svo "ég ætla að spyrja þær um Kofi Annan" og hallaði sér að einni og spurði:
GAUR: "hvað finnst þér um það sem Kofi Annan hefur ákveðið í sambandi við Ísraelsmálið?" (ég held að gaurinn hafi sjálfur ekki vitað hvað hann hafi verið að tala um...en allavega...)
LJÓSKAN: "eh...hmmm, hverskonar spurning er þetta? Ætlaru að fara að tala um þetta? Núna? Mér er skítsama hvað gerist í Ísrael!"
(þá blossuðu alltíeinu fordómarnir upp í mér og ég hugsaði "shit, ætli hún viti ekki hver Kofi Annan er einusinni!!!!????") og gaurinn glotti út í eitt sannfærður um að hafa sannað mál sitt
LJÓSKAN: "Díses, á þetta að vera eitthvert ljóskupróf eða...?" og horfði skúffuð á okkur bæði. Ég varð af einhverri ástæðu eins og auli. Svo glotti hún og sagði "Bíddu jú, Kofi Annan...er það ekki forseti bandaríkjanna?"
ÉG: "Nei það er Castró...hahaha" og svo bauð ég henni sígó.
Gaurinn á hinn bóginn fattaði EKKI djókið og hélt lengi vel að hún hafði verið að meina þetta.... uhummmm....þangað til ég leiðrétti þann misskilning... Need I say more...

miðvikudagur, nóvember 09, 2005

Hver kaus hann? Afhverju?!?!

HALLDÓR ÁSGRÍMSSON til hamingju, þú ert ERKIFÍFL.