LOKSINS!!
Sjáið nýju fínu vespuna mína!!! Kata sést hér eins og prinsessa á henni hún stendur sig vel sem fyrirsæta, oh, þessi vespa fer öllum svo vel. Svo er hún svo töff á litinn!!
Nú get ég farið á henni út um allt hér miðsvæðis án þess að þurfa að starta heilum bíl( gífurleg bensíneyðsla, slæmt fyrir budduna, íslenska náttúru og öndunarfærin), eða hjóla (sem er svitaaukandi og leiðinlegt) eða taka strætó (sem enginn heilvita maður gerir nú til dags vegna getuleysis strætóanna til að koma á réttum tíma). Nei, nei, nei, nei, bara hoppa á vespuna og vrúmmmmm, eyðir sama og engu. 1500 kall í bensín á mánuði. Auðvelt að finna stæði og ég veit ekki hvað og hvað!!!!! Jepp. Þetta er málið fyrir þá sem búa miðsvæðis og vinna miðsvæðis.