sunnudagur, júní 11, 2006

LOKSINS!!


Sjáið nýju fínu vespuna mína!!! Kata sést hér eins og prinsessa á henni hún stendur sig vel sem fyrirsæta, oh, þessi vespa fer öllum svo vel. Svo er hún svo töff á litinn!!
Nú get ég farið á henni út um allt hér miðsvæðis án þess að þurfa að starta heilum bíl( gífurleg bensíneyðsla, slæmt fyrir budduna, íslenska náttúru og öndunarfærin), eða hjóla (sem er svitaaukandi og leiðinlegt) eða taka strætó (sem enginn heilvita maður gerir nú til dags vegna getuleysis strætóanna til að koma á réttum tíma). Nei, nei, nei, nei, bara hoppa á vespuna og vrúmmmmm, eyðir sama og engu. 1500 kall í bensín á mánuði. Auðvelt að finna stæði og ég veit ekki hvað og hvað!!!!! Jepp. Þetta er málið fyrir þá sem búa miðsvæðis og vinna miðsvæðis.

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

vóó gella! til hamingju með vespen, er það rétt sem mér sýnist, að Kata sé með gullpening um hálsinn??

júní 12, 2006  
Blogger ingveldur said...

HAHAHA já, hún var með hann um hálsinn alla sjómannahelgina á Grundarfirði og er nú þekkt sem stelpan með gullpeninginn, híhíhí. Kata nr.1.

júní 12, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Þú ert hér með ráðin í mótorhjólaklúbbinn minn, reyndar þurfum við að finna nýtt nafn þar sem að "Dvergvaxnir að neðan" hæfa ekki með svona myndar stelpu í hópnum hmmm

júní 12, 2006  
Blogger ingveldur said...

jeij, strax komin í mótórhjólaklúbb! Jújú´, "dvergvaxnir að (neðan)" passar fínt þar sem ég er dvergvaxin að ofan...hehehe...huhumm.

júní 13, 2006  
Blogger berglind said...

Oj nú fyrst skil ég hvaðan nafnið er komið þetta er aaalveg eins og vespa...ég fæ bara flash back ´æur the fly!!! (Mjög falleg samt sko)

ágúst 03, 2006  
Blogger Kata said...

loksins komst ég inn á bloggið þitt! og ég svona fín á fallegu vespunni þinni með gullpeninginn minn. sem ég fékk by the way fyrir uppfinningu mína "táragripur".

ágúst 14, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home