Útivera...
...er sáluhreinsandi. Afhverju gerir maður þetta ekki um hverja helgi? Skreppir á bílnum, keyrir í 40 mín, útúr bænum og vúúúshh þú ert kominn í paradís. Paradís sem þú getur labbað um. Ósnortin lifandi náttúran. AAAAaaahhhhh. Við Þórhildur, Svenni kærasti hennar og Herdís sem vinnur með þeim, fórum í þessa skemmtilegu og velheppnuðu ferð. Löbbuðum semsagt frá Þingvöllum til Hveragerðis!!!! Stoppuðum aðeins til að baða okkur í heitri á. Hér kemur mynd sem sýnir stemminguna vel:
Svo er náttúrulega skítnóg af myndum á myndasíðunni minni. Já, ég er semsagt AÐ GERA ALLT ANNAÐ EN ÉG Á AÐ VERA AÐ GERA!!! AAAaaarg! ÉG Á AÐ VERA að LÆRA, LÆRA, LÆRA, LÆRA, HJÁLPA VÍKINGI Í STÚDENTALEIHÚSINU, LÆRA, LÆRA, VINNA, VINNA,LÆRA, LÆRA, HJÁLPA VÍKINGI Í STÚDENTALEIKHÚSINU. En ég næ einhvernvegin að gera of lítið af þessu öllu saman........
Fyrir ykkur sem ekki vita þá er verið að setja upp leikrit í Stúdentaleikhúsinu leikritið "Anímanína" og það er leikrit sem ENGINN MÁ MISSA AF. Þetta leikrit snertir við öllum því það fjallar um ótta. Ótta sem við öll höfum. Ég er bæði búin að hlæja og gráta á æfingum. Frumsýningin er núna á miðvikudaginn, og skemmtilegast væri nú að sjá ykkur öll þar :) Jeij! Þið hafið sko gott af því að taka ykkur frí frá hversdagleikanum og skella ykkur í lifandi leikhús!
11 Comments:
maeti! getum vid setid saman?? hlakka til ad sja tig elskan! x
Hver er Svenni? Á Þórhildur kærasta? Hvar hef ég verið?
Búin að skoða myndirnar... Kannast nú við þennan Svenna...
Annars langar mig að fara í svona labbiferð, maður er allt of latur við að skoða landið sitt nema út um bílglugga.
já mar, auðvitað sitjum við saman þar sem besta útsýnið er! Þetta er nefnilega svo skemmtileg sýning og ég vil sjá SEM FLESTA ÞAR, heyriði það öllsömul!
hehehe, já, Þórhildur er ástfangin :) lífið er ljúft :) og hann er það líka!
Á Þórhildur kærasta? Hvurskyns eiginlega óeðli er þetta?
segir kærustukallinn sjálfur...já ég var sko búin að frétta að þú værir kominn með eina upp á arminn... :)
Bull og vitleysa!
LYGAR!
Ég vil ekki hafa þennan róg á annars traustverðum miðli (veraldarvefnum).
nú jæja, ooohhh þá þarf ég að fara ÚT UM ALLT að leiðrétta þennan misskilning !
Hei má ég koma með í næstu útiveru? Ég er nefninlega orðin svo heilbrigð...
já leikritið var flott, hvert var þitt hlutverk nákvæmlega?
ja Eva María, það er von að þú spyrjir...
ég GLEYMDIST í leikskránni, þannig að nafn mitt er hvergi sýnilegt, ekki einusinni í "þakkir fá..." puh!
og já þú mátt sko koma með í næstu útiveru, ég ætla að reyna að hafa þær margar í sumar :
Skrifa ummæli
<< Home